Tacos með kjúklingi og gulum baunum⌑ Samstarf ⌑
kjúklinga taco

Einfalt, hollt og gott er eitthvað sem hljómar vel í eyrum flestra! Ég elska að setja saman máltíðir á skömmum tíma og hér hafið þið sannarlega eina slíka!

Svissaður laukur og gular baunir gerir allt betra, ég get svo svarið það!

taco með kjúklingi

Tacos með kjúklingi og gulum baunum

Uppskrift dugar í 8-10 litlar tortilla kökur

Kjúklingatacos uppskrift

 • 1 x pakki Ali Rodizio kjúklingalærakjöt
 • 8-10 litlar tortilla kökur
 • 1 dós gular baunir (um 400 g)
 • 2 x laukur
 • Romaine salat
 • Kóríander
 • Salt og pipar
 • Ólífuolía til steikingar
 • Kóríander og lime sósa (sjá uppskrift að neðan)
 1. Skerið laukinn og kjúklinginn niður.
 2. Steikið lauk upp úr ólífuolíu þar til hann fer að mýkjast, saltið og piprið eftir smekk.
 3. Bætið þá gulum baunum og niðurskornum Rodizio kjúkling á pönnuna og steikið þar til allt er orðið heitt í gegn.
 4. Hitið tortilla kökur, skerið niður salat og raðið salati og kjúklingablöndu á kökuna. Toppið með kóríandersósu og ferskum kóríander.

Kóríander- og lime sósa uppskrift

 • 150 g grísk jógúrt
 • 100 g sýrður rjómi
 • 2 hvítlauksrif (rifin)
 • 1 lime (safi + börkur)
 • 1 búnt kóríander (saxað smátt)
 • Salt og pipar
 1. Pískið allt saman í skál og smakkið til með salti og pipar.
rodizio kjúklingur

Ali er með mikið úrval af fullelduðum kjúkling og finnst mér það frábært þegar tíminn er naumur og maður vill elda eitthvað hollt og gott!

kjúklingavefja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun