Mexíkóbollur í rjómasósu⌑ Samstarf ⌑
hakkbollur með ritz kexi

Mexíkósostur er uppáhald margra á mínu heimili og því fannst mér kjörið að taka klassískar ritz-kex hakkbollur upp á næsta stig með því að bæta rifnum slíkum í blönduna. Þetta er svo gott og rjómalöguð sósan fullkomnar uppskriftina, mæli með að þið prófið!

bollur með ritz kexi og osti

Mexíkóbollur í rjómasósu

Fyrir um 4 manns

Hakkbollur með ritz kexi og mexíkóosti

 • 500 g nautahakk
 • 1/3 Mexíkó kryddostur frá MS gott í matinn
 • 1/3 laukur
 • 50 g Ritz kex
 • 1 egg
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. laukduft
 • ½ tsk. pipar
 • Ólífuolía
 1. Saxið laukinn smátt, myljið Ritz kex smátt niður, rífið hvítlauksrifin og mexíkó ostinn niður.
 2. Blandið síðan öllu saman í hrærivélinni með K-inu eða hnoðið saman í höndunum.
 3. Mótið litlar bollur, ég notaði litla ísskeið en gott er að miða við um 1 msk. af hakkblöndu fyrir hverja bollu.
 4. Steikið síðan bollurnar í tveimur skömmtum upp úr ólífuolíu svo þær brúnist vel á öllum hliðum, færið yfir á disk.
 5. Skolið næst pönnuna og útbúið sósuna (sjá uppskrift hér að neðan).
 6. Leyfið bollunum síðan að malla í sósunni við lágan í hita í nokkrar mínútur áður en þið berið fram með hrísgrjónum eða öðru sem hugurinn girnist.

Rjómalöguð sósa

 • 2/3 Mexíkó kryddostur frá MS gott í matinn
 • 500 ml rjómi frá MS gott í matinn
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 msk. tómatpúrra
 • 1 msk. nautakraftur
 • Salt og pipar
 • Ólífuolía
 1. Rífið hvítlauksrifin og steikið þau upp úr ólífuolíu stutta stund.
 2. Bætið helmingnum af rjómanum saman við og rífið mexíkó ostinn útí, hrærið vel þar til osturinn er bráðinn, hrærið reglulega allan tímann.
 3. Þegar osturinn er bráðinn má setja restina af rjómanum,tómatpúrru og kraft og hræra vel, smakkið síðan til með salti og pipar áður en þið bætið bollunum aftur á pönnuna.
ritz kex hakkbollur

Þessi réttur var svooooo góður að hann kláraðist upp til agna, mun gera eina og hálfa uppskrift fyrir okkur 5 næst!

mexíkó hakkbollur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun