Kjúklingapasta með beikoni⌑ Samstarf ⌑
pasta með kjúkling

Hér höfum við matarmikið pasta sem er hin fullkomna fjölskyldumáltíð!

pasta með pastasósu og rjóma

Þetta er einfalt og gott og allir fjölskyldumeðlimir á þessu heimili kunnu að meta þennan rétt!

kjúklingapasta

Kjúklingapasta með beikoni

Fyrir um 6 manns

 • 500 g DeCecco Penne pasta
 • 8-10 sneiðar beikon
 • 3 kjúklingabringur
 • 1 krukka Heinz Sundried Cherry Tomato Basil no sugar
 • 250 ml rjómi
 • 100 g rjómaostur
 • 1 dós Piccolo tómatar
 • Salt, pipar og hvítlauksduft
 • Ólífuolía
 • Parmesan ostur
 1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 2. Eldið beikonið þar til það verður vel stökkt og saxið það síðan niður og geymið.
 3. Skerið kjúkling í bita, steikið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
 4. Hellið Heinz sósu, rjómaosti og rjóma á pönnuna þegar kjúklingurinn hefur brúnast á öllum hliðum og hrærið þar til jöfn sósa myndast og bætið þá tómötunum saman við og hitið aðeins.
 5. Berið fram með parmesanosti og söxuðu stökku beikoni.

góð pastasósa í pastarétti

Uppskriftin er stór en það er fátt betra en að eiga afgang af góðu pasta til að taka með í nesti.

penne pastaréttur

Mmmm….

kjúklingapasta með beikoni

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun