Ostapasta með ostabrauði



⌑ Samstarf ⌑
4 osta pasta með pylsum

Það er mánudagur sem er fullkominn dagur fyrir kósý pasta! Það tekur aðeins um 20 mínútur að útbúa þennan rétt sem skemmir heldur ekki fyrir og svo er hann hrikalega ljúffengur!

Pylsupasta og hvítlauksbrauð

Það er lítið mál að útbúa sitt eigin hvítlauks- eða ostabrauð, þetta ostabrauð er með smá hvítlaukskeim þökk sé hvítlauksduftinu en smjörið og osturinn gera það djúsí og ómissandi með þessum rétti!

ostapasta með ostabrauði

Ostapasta með ostabrauði

Ostapasta uppskrift

  • 400 g pasta að eigin ósk
  • 250 g chilli- og ostapylsur
  • 1 laukur
  • 2 rifin hvítlauksrif
  • 350 ml rjómi frá Gott í matinn
  • 180 g 4 osta blanda frá Gott í matinn
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  • Timian
  • Ólífuolía til steikingar
  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  2. Skerið niður pylsur og lauk og steikið upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauknum saman við í lokin og steikið þar til mýkist.
  3. Hellið rjómanum á pönnuna ásamt ostinum og hrærið þar til osturinn er bráðinn.
  4. Kryddið til eftir smekk og blandið pastanu varlega saman við í lokin.
  5. Toppið með fersku timian og njótið með ostabrauði (sjá uppskrift hér að neðan).

Ostabrauð uppskrift

  • 1 x súrdeigs baguette
  • Íslenskt smjör
  • Hvítlauksduft
  • 4 osta blanda frá Gott í matinn
  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Skerið brauðið í sneiðar.
  3. Sneiðið smjör með ostaskera og leggið smjörsneið á hverja brauðsneið.
  4. Kryddið aðeins með hvítlauksdufti og stráið vel af 4 osta blöndu yfir hverja sneið.
  5. Setjið í ofninn í nokkrar mínútur eða þar til osturinn bráðnar og brauðið fer aðeins að gyllast (3-5 mínútur).
4 osta blanda frá Gott í matinn

Þessi 4 osta blanda er dásamleg og ég hlakka til að prófa hana í fleiri rétti!

Fjögurra osta pasta eða four cheese pasta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun