Ostasalat með beikoni og chilli



⌑ Samstarf ⌑
Ostasalat með beikoni og cheddar

Ostasalöt eru sívinsæl og gaman að leika sér með útfærslur af slíkum. Nýja 4 osta blandan frá Gott í matinn er svo geggjuð að ég varð að prófa að setja hana í slíkt salat. Útkoman var auðvitað guðdómleg eins og við var að búast!

Einfalt ostasalat uppskrift

Gaman er að bjóða upp á nokkrar mismunandi tegundir af kexi, snakki eða brauði með ostasalatinu!

Ostasalat

Ostasalat með beikoni og chilli

  • 100 g 4 osta blanda frá Gott í matinn
  • ½ mexíkó kryddostur frá MS
  • 130 g beikon (stökkt)
  • 1/3 blaðlaukur (um 50 g)
  • 40 g pekanhnetur
  • 50 g brokkoli
  • 20 g pikklað chilli
  • 180 g sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • 150 g majónes
  1. Skerið mexíkó ostinn í litla teninga og setjið í skál með 4 osta blöndunni.
  2. Saxið beikon, blaðlauk, pekanhnetur, brokkoli og pikklað chilli og setjið saman við ostana.
  3. Hrærið sýrðan rjóma og majónes saman og blandið saman við önnur hráefni með sleikju.
  4. Kælið fram að notkun og njótið með góðu kexi og/eða brauði.
4 osta blanda frá MS

Mmmmm þessi ostablanda er ÆÐI!

Ostasalat uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun