Ostasalöt eru sívinsæl og gaman að leika sér með útfærslur af slíkum. Nýja 4 osta blandan frá Gott í matinn er svo geggjuð að ég varð að prófa að setja hana í slíkt salat. Útkoman var auðvitað guðdómleg eins og við var að búast!

Gaman er að bjóða upp á nokkrar mismunandi tegundir af kexi, snakki eða brauði með ostasalatinu!

Ostasalat með beikoni og chilli
- 100 g 4 osta blanda frá Gott í matinn
- ½ mexíkó kryddostur frá MS
- 130 g beikon (stökkt)
- 1/3 blaðlaukur (um 50 g)
- 40 g pekanhnetur
- 50 g brokkoli
- 20 g pikklað chilli
- 180 g sýrður rjómi frá Gott í matinn
- 150 g majónes
- Skerið mexíkó ostinn í litla teninga og setjið í skál með 4 osta blöndunni.
- Saxið beikon, blaðlauk, pekanhnetur, brokkoli og pikklað chilli og setjið saman við ostana.
- Hrærið sýrðan rjóma og majónes saman og blandið saman við önnur hráefni með sleikju.
- Kælið fram að notkun og njótið með góðu kexi og/eða brauði.

Mmmmm þessi ostablanda er ÆÐI!
