Hér eru á ferðinni undurljúffengar döðlur í sparifötunum. Það er tilvalið að bjóða upp á þær sem forrétt, á smáréttarhlaðborði nú eða bara þegar ykkur langar í eitthvað gómsætt. Það tekur stutta stund að útbúa þennan rétt og hægt er að plasta þær og geyma í kæli yfir nótt sé þess óskað.

Mmmm þessar voru svo góðar!

Fylltar döðlur í hnetuhjúp
- Um 15 stykki stórar, ferskar döðlur
- 150 g Mascarpone ostur frá Gott í matinn
- 2 msk. hunang
- 50 g saxaðar hnetur/möndlur að eigin vali (til dæmis pekanhnetur, kasjúhnetur, pistasíur, möndlur, jarðhnetur)
- Skerið rauf í döðlurnar, fjarlægið steininn og opnið „vasa“ í þær.
- Blandið Mascarpone osti og hunangi saman í skál, setjið í sprautupoka/zip lock poka og fyllið „vasana“ á döðlunum.
- Leggið rjómaostahliðina ofan í skál með söxuðum hnetum/möndlum og veltið aðeins um svo það festist vel af blöndu við hverja döðlu.
- Geymið í kæli þar til bera á fram.

Mæli með að þið prófið þessa snilld!
