Steikt grjón með kjúklingi og grænmeti



⌑ Samstarf ⌑
Hollar og góðar uppskriftir í kvöldmat

Ég veit ekki með ykkur en ég er alveg tilbúin að fara að kveðja veturinn bráðlega. Ég hef í það minnsta hugsað óvenju mikið um sumar og sól undanfarið og er einmitt stödd í sólinni akkúrat núna á Gran Canaria. Þessi réttur á þó ættir til Asíu en ég fékk mér oftar en ekki „Fried rice“ í reisunni okkar þar fyrir nokkrum árum.

Steikt hrísgrjón

Hér kemur ofureinföld, holl og góð útfærsla af steiktum grjónum sem eiga vel við, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust!

Hugmyndir af kvöldverði

Steikt grjón með kjúklingi og grænmeti

Fyrir 4-6 manns

  • 350 g ósoðin grjón (Basmati eða Jasmin)
  • 600 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 160 g gulrætur
  • 160 g grænar frosnar baunir
  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 4 egg
  • 4 vorlaukar
  • 3 msk. Kikkoman soyasósa
  • 3 msk. Oyster sósa
  • 2 msk. Sesamolía
  • Salt, pipar, hvítlauksduft
  • Isio4 matarolía til steikingar
  1. Sjóðið grjónin og leyfið þeim að kólna, best er að nota köld grjón í þennan rétt og um að gera að nota afgangs hrísgrjón eða sjóða grjón með fyrirvara og geyma í kæli. Ég set um 1 tsk. af salti og 2 tsk. af Isio4 matarolíu saman við grjónin þegar þau fara í pottinn.
  2. Byrjið á að undirbúa allt hráefni því þegar að eldamennskunni kemur gengur þetta hratt fyrir sig. Skerið kjúklinginn niður í munnstóra bita, flysjið gulrætur og skerið í þunnar sneiðar, saxið lauk og rífið hvítlauksrif niður. Einnig er gott að píska eggin saman í sérskál og skera vorlaukinn niður.
  3. Steikið fyrst gulrætur upp úr Isio4 matarolíu og kryddið eftir smekk. Setjið um 20 ml af vatni á pönnuna og leyfið því að gufa upp til að mýkja aðeins í gulrótunum.
  4. Þegar vatnið hefur gufað upp má bæta Isio4 á pönnuna ásamt lauk og hvítlauk, steikja áfram á meðalháum hita og krydda eftir smekk.
  5. Bætið grænu baununum saman við grænmetið í lokin og steikið áfram þar til þær eru heitar í gegn, setjið þá allt grænmeti í stóra skál og geymið.
  6. Bætið olíu á pönnuna og steikið nú kjúklinginn, kryddið eftir smekk og setjið hann næst í skálina með grænmetinu.
  7. Skolið pönnuna núna á milli og steikið eggjahræru upp úr vel af Isio4 og saltið eftir smekk, bætið í skálina með grænmetinu og kjúklingnum.
  8. Skolið aftur pönnuna og bætið Isio4 á hana að nýju. Nú mega grjónin fara á pönnuna á háum hita í nokkrar mínútur. Bætið soyasósu, oyster sósu og sesamolíu við hérna og veltið grjónunum upp úr þessu þar til þau verða jöfn á litinn.
  9. Hellið þá grænmeti, kjúklingi og eggjum úr skálinni yfir á pönnuna og blandið saman við grjónin.
  10. Berið strax fram og toppið með söxuðum vorlauk.
Isio4 matarolía í eldamennskuna

Isio4 olían er rík af Omega 3 fitusýrum og er hollari en margar „systur“ hennar. Ég nota þessa olíu mikið, bæði í eldamennsku og bakstur.

Hvað á að hafa í matinn

Mmmm, einfalt, hollt og gott….það er ekki hægt að biðja um mikið meira!

fried rice recipe

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun