Einfaldur jarðarberjaís



⌑ Samstarf ⌑
Heimagerður ís

Hér er á ferðinni ofureinföld uppskrift að ljúffengum jarðarberjaís. Ég var ekki alveg að kaupa þessa hugmynd í fyrstu en ákvað að láta á reyna og viti menn, hún kom svona líka skemmtilega vel á óvart og dætur mínar báðu þrisvar sinnum um áfyllingu þar til ég sagði stopp, hahaha!

Einföld uppskrift af ís


Uppskriftina fékk ég hjá Guðnýju, samstarfskonu minni hjá MS og ég get lofað ykkur því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með þessa!

Jarðarberjaís uppskrift

Einfaldur jarðarberjaís uppskrift

  • 400 g frosin jarðarber
  • 160 g sykur
  • 200 ml rjómi frá Gott í matinn
  • 50 ml vanillublanda frá MS
  • 1 msk. sítrónusafi
  1. Setjið allt í blandarann og blandið þar til úr verður jafnt krap/þykkur þeytingur.
  2. Setjið í ísskál og hrærið á lægstu stillingu í 20 mínútur eða þar til blandan þykknar enn frekar.
  3. Hægt er að bera ísinn fram strax eða setja hann í form/eldfast mót, plasta og geyma í frysti eins og annan ís.
  4. Ef þið eigið ekki sérstaka ísskál má setja ísinn beint í form þegar hann kemur úr blandaranum og frysta í að minnsta kosti 4 klukkustundir.

Ég gerði tvöfalda uppskrift til að fylla betur upp í brauðformið sem ég notaði undir ísinn. Einföld uppskrift dugar vel fyrir eina fjölskyldu í eftirmat en ég myndi gera tvöfalda, jafnvel þrefalda ef þið eigið von á mörgum gestum!

Rjómi í ísinn

Rjóminn leikur lykilhlutverk í öllum ís að mínu mati!

Heimagerður ís

Það er gaman að nota ísform líka heima og fást þau í flestum matvöruverslunum.

ísuppskrift

Mmmm…..

Einfaldur heimagerður ís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun