„Kókosbollur“⌑ Samstarf ⌑
Bollur uppskrift

Maðurinn minn elskar allt sem er með kókos! Ég hef ekki áður gert útfærslu af Bolludagsbollum með neinu kókos svo ég ákvað að fara í smá tilraunastarfsemi. Hann segir þetta að sjálfsögðu vera bestu bollur sem hann hefur smakkað og ég get nú reyndar alveg tekið undir það með honum, tíhí!

Bestu vatnsdeigsbollurnar

Það kemur góður kókoskeimur í rjómann frá kókossmyrjunni og síðan gott að fá litla og seiga Yankie bita með í hverjum bita!

Heimabakaðar vatnsdeigsbollur

Hvítsúkkulaði ganaché er síðan skemmtileg tilbreyting frá glassúrnum og passar ótrúlega vel með þessum bollum.

Bolludagsbollur

Kókosbollur

Vatnsdeigsbollur uppskrift

10-12 stykki

 • 150 g hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • ¼ tsk. salt
 • 140 g smjör
 • 270 ml vatn
 • 2-3 egg (um 130 g)
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og geymið.
 3. Hitið saman vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og blandan vel heit. Leyfið að bubbla aðeins og takið síðan af hellunni.
 4. Hellið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og hrærið/vefjið saman við með sleikju þar til allir kekkir eru horfnir og blandan losnar auðveldlega frá köntum pottsins.
 5. Flytjið blönduna yfir í hrærivélarskálina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hitanum þannig að rjúka aðeins úr blöndunni á meðan þið pískið eggin.
 6. Setjið eggin næst saman við í litlum skömmtum og skafið niður á milli. Athugið að nota aðeins 130 g af eggjunum. Egg eru misstór og því gott að vigta þetta til þess að deigið verði ekki of þunnt.
 7. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hver bolla má vera um 2 matskeiðar af deigi (ein vel kúpt matskeið), einnig er gott að nota ísskeið ef þið eigið þannig.
 8. Bakið í 27-30 mínútur, bollurnar eiga að vera orðnar vel gylltar og botninn líka, ekki opna þó ofninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur til að kíkja undir eina. Helstu mistök sem fólk gerir er að baka bollurnar ekki nógu lengi og þá falla þær.

Fylling

 • 500 ml þeyttur rjómi
 • ½ krukka So Vegan So Fine kókossmyrja
 • 3 x 50 g Yankie með kókos
 1. Saxið Yankie smátt og geymið.
 2. Vefjið kókossmyrjunni saman við þeyttan rjómann og að lokum söxuðu Yankie.
 3. Skiptið á milli bollanna og toppið með hvítu súkkulaði ganaché.

Hvítsúkkulaði ganaché + skraut

 • 100 g hvítt súkkulaði/Candy melts
 • 60 ml rjómi
 • Brómber, brúðarslör og kókosflögur til skrauts
 1. Saxið súkkulaðið smátt og hitið rjómann að suðu.
 2. Hellið rjómanum yfir saxað súkkulaðið og leyfið að standa í um 2 mínútur.
 3. Pískið síðan saman þar til kekkjalaust og leyfið blöndunni aðeins að kólna niður/þykkna en þó ekki þannig að hún nái ekki að leka aðeins niður hliðarnar á bollunni.
 4. Smyrjið ganaché yfir hverja bollu og toppið með brómberi, kókosflögum og brúðarslöri.
So Vegan So Fine kókossmyrja á bollurnar

So Vegan So Fine kókossmyrjan er algjör snilld, það væri líka hægt að smyrja henni beint á botninn og svo setja rjómann ofan á en það er einnig sniðugt að vefja henni saman við hann eins og hér er gert.

Bestu vatnsdeigsbollurnar uppskrift

Mmmm…..

Vatnsdeigsbollur fyrir Bolludaginn

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun