Litlar draumabollur⌑ Samstarf ⌑
Bestu vatnsdeigsbollurnar uppskrift

Bollur geta verið alls konar, litlar, stórar, gerbollur, vatnsdeigsbollur eða eitthvað allt annað, líka bara fiskibollur eða kjötbollur, hahaha!

Vatnsdeigsbollur með rjóma
Smellið á myndina til að sjá stutt uppskriftamyndband!

Mínar uppáhalds eru vatnsdeigsbollur með einhverjum gómsætum fyllingum. Því er ég ekki mikið að reyna að finna upp hjólið hérna á blogginu þegar kemur að Bolludeginum heldur nota mína uppáhalds vatnsdeigsuppskrift og kem með mismunandi útfærslur af fyllingum, glassúr, hjúp og skrauti. Þar er nefnilega endalaust hægt að leika sér og um að gera að leyfa hugmyndarfluginu að fá lausan tauminn.

Bollur fyrir Bolludaginn uppskrift

Þessar bollur gerði ég extra litlar því mér finnst ákveðinn sjarmi í því að hafa litlar bollur í boði, sérstaklega ef maður er að gera nokkrar mismunandi fyllingar, því þá er frekar hægt að smakka fleiri.

Skotheldar vatnsdeigsbollur sem allir geta bakað

Litlar draumabollur

20-24 stykki

Vatnsdeigsbollur uppskrift

 • 150 g hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • ¼ tsk. salt
 • 140 g smjör
 • 270 ml vatn
 • 3 egg (130 g)
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og geymið.
 3. Hitið saman vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og blandan vel heit. Leyfið að bubbla aðeins og takið síðan af hellunni.
 4. Hellið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og hrærið/vefjið saman við með sleikju þar til allir kekkir eru horfnir og blandan losnar auðveldlega frá köntum pottsins.
 5. Flytjið blönduna yfir í hrærivélarskálina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hitanum þannig að rjúka aðeins úr blöndunni á meðan þið pískið eggin.
 6. Setjið eggjablönduna næst saman við í litlum skömmtum og skafið niður á milli. Athugið að nota aðeins 130 g af eggjunum. Egg eru misstór og því gott að vigta þetta til þess að deigið verði ekki of þunnt.
 7. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hver bolla má vera ein kúpt teskeið.
 8. Bakið í 25-28 mínútur, bollurnar eiga að vera orðnar vel gylltar og botninn líka, ekki opna þó ofninn fyrr en eftir 25 mínútur til að kíkja undir eina. Helstu mistök sem fólk gerir er að baka bollurnar ekki nógu lengi og þá falla þær.

Fylling

 • ¾ krukka Nusica súkkulaði- og heslihnetusmjör
 • 500 ml þeyttur rjómi
 • 160 g (4 stk) Anthon Berg með nougat
 1. Saxið Anthon Berg súkkulaðið smátt niður og vefjið varlega með sleikju saman við þeytta rjómann.
 2. Smyrjið vel af Nusica á botninn á hverri bollu og fyllið síðan með rjómablöndunni.
 3. Toppið með súkkulaðiglassúr.

Súkkulaðiglassúr

 • 100 g brætt smjör
 • 200 g flórsykur
 • 3 msk. Cadbury bökunarkakó
 • 3 tsk. vanilludropar
 • 3 msk. vatn
 1. Pískið allt saman í skál og smyrjið yfir bollurnar.
Nusica súkkulaði og hnetusmjör á bollur er gott

Súkkulaði- og heslihnetusmjör er eitt af mínu uppáhalds „topping“, hvort sem um er að ræða vöfflur, pönnukökur, bollur….nú eða bara ristað brauð! Ég var því ekki lengi að finna út eitthvað gómsætt með elsku Nusica smjörinu sem við öll elskum. Ég elska síðan marsípan og núggat og því datt mér í hug að blanda Anthon Berg í málið og útkoman var alveg hreint stórkostleg!

Vatnsdeigsbollur fyrir Bolludaginn

Gjörið þið svo vel!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun