Viskíkakó



⌑ Samstarf ⌑
Hot chocolate with spike

Ef ekki núna í öllum þessum snjó og kulda, þá veit ég ekki hvenær! Þetta kakó er akkúrat það sem fullorðnir þurfa á næstunni, í komandi vetrarfríum, skíðafríum, eftir kalda gönguferð eða, eða eða…..bara þegar ykkur langar í!

Heitt súkkulaði fyrir fullorðna

Ríkt súkkulaðibragð með viskíkeim og léttþeyttur rjómi er fullkomin þrenna!

Hot chocolate with whipped cream

Viskíkakó

Uppskrift dugar í 2-3 bolla/glös

  • 500 ml nýmjólk
  • 3 msk. Cadbury bökunarkakó
  • 2 msk. púðursykur
  • 100 g suðusúkkulaði
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 100 ml Famous Grouse viskí
  • 300 ml léttþeyttur rjómi
  • Karamellusósa (þykk íssósa)
  • Súkkulaðispænir
  1. Setjið mjólk og bökunarkakó í pott og pískið saman.
  2. Bætið púðursykri, súkkulaði og salti saman við og hrærið á meðalháum hita þar til súkkulaðið er bráðið, hitið að suðu rétt í lokin til að fá góðan hita í drykkinn og takið af hellunni.
  3. Bætið vanilluropum og viskí saman við, hrærið vel saman og skiptið niður í glösin.
  4. Toppið með þeyttum rjóma, karamellusósu og smá súkkulaðispæni.
Heitt kakó með viskí

Mmmm……

Spiked hot chocolate for adults

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun