Dumle karamellubollur⌑ Samstarf ⌑
Vatnsdeigsbollur með karamellufyllingu og karamellubráð

Slurp! Vatnsdeigsbollur með karamellumús og karamellubráð, þarf að segja eitthvað meira? Ég bakaði þessar bollur ásamt tveimur öðrum tegundum fyrir bollubækling Hagkaups og þær voru hver annarri ljúffengari!

Vatnsdeigsbollur með karamellumús

Bæklinginn finnið þið hér fyrir neðan en ég mun einnig setja hinar uppskriftirnar hingað inn á næstu dögum.

Dumle karamellubollur

Vatnsdeigsbollur uppskrift

15-18 stykki

 • 180 g smjör
 • 360 ml vatn
 • 200 g hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • ¼ tsk. salt
 • 3-4 egg (160 g)
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og geymið.
 3. Hitið saman vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og blandan vel heit og takið þá af hellunni.
 4. Hellið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og hrærið/vefjið saman við með sleif þar til allir kekkir eru horfnir og blandan losnar auðveldlega frá köntum pottsins.
 5. Flytjið blönduna yfir í hrærivélarskálina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hitanum þannig að rjúka aðeins úr blöndunni.
 6. Pískið eggin saman í skál og setjið þau saman við í litlum skömmtum og skafið niður á milli. Best er að vigta blönduna því egg eru misstór og nota aðeins 160 g henni til þess að deigið verði ekki of þunnt.
 7. Setjið bökunarpappír á ofnplötur og hver bolla má vera um 2 matskeiðar af deigi (ein vel kúpt matskeið). 
 8. Bakið í 27-30 mínútur, bollurnar eiga að vera orðnar vel gylltar og botninn líka, ekki opna þó ofninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur til að kíkja undir eina. Helstu mistök sem fólk gerir er að baka bollurnar ekki nógu lengi og þá geta þær fallið.

Fylling

 • 480 g Dumle karamellur (4 pokar)
 • 600 ml rjómi
 1. Bræðið saman karamellurnar og um helming rjómans.
 2. Þegar karamellurnar eru bráðnaðar má bæta restinni af rjómanum saman við og blanda vel saman, setja í lokað ílát og kæla yfir nótt (eða að minnsta kosti 3 klukkustundir).
 3. Næst má þeyta karamellurjómann þar til stífir toppar myndast og fylla bollurnar með honum.

Karamellubráð og skraut

 • 240 g Dumle karamellur (2 pokar)
 • 6 msk. rjómi
 • 1 poki Dumle Snacks
 1. Bræðið karamellur og rjóma saman í potti þar til slétt karamellubráð myndast.
 2. Leyfið henni að ná stofuhita áður en þið hellið yfir bollurnar og skreytið með söxuðu Dumle Snacks og blómum.
Dumle karamellubollur

Þessar nutu mikilla vinsælda hjá þeim sem þær smökkuðu og það er ekkert mál að útbúa karamellumúsina, eða karamellurjómann á þennan hátt. Ég mun án efa nýta mér þessa aðferð í frekari eftirréttaþróun á næstunni!

Karamellubollur fyrir Bolludaginn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun