Bruschetta með pestó og burrata⌑ Samstarf ⌑
snittur í veislu

Ég elska pestó og burrata ost svo það var sannarlega gaman að leika sér að því að útbúa þessa ljúffengu dásemd. Bruschettur eru alltaf vinsælar og þær elska allir sem ég þekki. Hér er því fullkominn réttur fyrir saumaklúbbinn, sem forréttur, á veisluhlaðborð eða auðvitað á Konudaginn sem er núna næsta sunnudag!

bruschetta með burrata og pestó

Bruschetta með pestó og burrata

Uppskrift dugar í um 12 sneiðar

 • Súrdeigs snittubrauð
 • Filippo Berio Basil pestó – vegan
 • 200 g piccolo tómatar
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 x Burrata ostur
 • Ólífuolía
 • Balsamik gljái
 • Salt og pipar
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Skerið snittubrauðið í sneiðar og penslið með ólífuolíu, ristið í ofninum í um 4 mínútur. Takið út og leyfið að kólna niður.
 3. Smyrjið um 1 tsk. af pestó á hverja brauðsneið.
 4. Skerið tómatana niður og blandið saman við 1 msk. af ólífuolíu og ½ tsk. af salti og pipar og rífið hvítlaukrifin saman við. Skiptið blöndunni niður á sneiðarnar.
 5. Rífið næst burrata ostinn niður og skiptið á milli sneiðanna.
 6. Setjið smá balsamikgljáa, salt og pipar yfir hverja snittu og njótið.
snittur með pestó

Basil pestó passar fullkomlega á þessar snittur!

bruschetta

Mmmm…..

rósavín með snittum

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun