Skúffukaka Andreugamaldags skúffukaka uppskrift

Ég elska að fá að birta gamlar góðar fjölskylduuppskriftir líkt og þessa hér. Um daginn vorum við að ræða skúffukökur og sendi Andrea vinkona mín mér í framhaldinu þessa uppskrift hér og ég gat ekki beðið með að prófa hana.

skúffukaka uppskrift

Í hennar bókum heitir hún skúffukaka Maggýar en ég breytti nafninu þar sem ég fékk þessa uppskrift hjá Andreu, tíhí!

Skúffukaka Andreu

Skúffukaka uppskrift

 • 380 g hveiti
 • 470 g sykur
 • 50 g bökunarkakó
 • 1 tsk. matarsódi/natron
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. kanill
 • 1 tsk. salt
 • 250 ml súrmjólk
 • 200 g brætt smjörlíki/smjör
 • 80 ml heitt vatn
 • 2 egg
 1. Hitið ofninn í 170°C og smyrjið skúffukökuform vel að innan með smjöri. Einnig má setja þessa uppskrift í ofnskúffu en þá verður hún töluvert þynnri og kremlagið líka en það er líka mjög gott.
 2. Hrærið allt saman í hrærivélarskálinni þar til vel blandað og bakið í 35-38 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.
 3. Kælið kökuna og útbúið síðan á hana kremið.

Súkkulaðikrem uppskrift

 • 450 g flórsykur
 • 2 msk. bökunarkakó
 • 90 g smjörlíki/smjör (brætt)
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 5 msk. uppáhellt kaffi
 1. Allt pískað saman þar til slétt súkkulaðikrem hefur myndast, smyrjið yfir kökuna og skreytið með kókosmjöli ef þið viljið.
góð skúffukaka uppskrift

Kakan er undurgóð með smá kanilkeim og klárlega með betri skúffukökum sem ég hef bakað. Í gamla daga hugsa ég að hún hafi verið bökuð í ofnskúffu og verið þynnri fyrir vikið og kremið líka og þarf ég að prófa það næst!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun