„Toast Skagen“⌑ Samstarf ⌑
Toast Skagen uppskrift

Síðustu tvo páska hef ég farið með körfuboltastelpunni minni til Svíþjóðar þar sem flokkurinn hennar hefur keppt á Scania Cup. Það er mikið gaman og í bæði skiptin höfum við endað í smá skemmtiferð í Stokkhólmi. Nú í ár vorum við foreldrarnir á röltinu og ég var kynnt fyrir „Toast Skagen“ og er búin að vera á leiðinni að prófa slíka útfærslu síðan í vor! Svo líða páskar og allt í einu eru að koma jól en loks er þessi dásemd mætt!

smáréttir hugmyndir

Ég verð að segja að þetta var mun einfaldara en ég hafði hugsað mér og almáttugur hvað þetta er gott! Þessar sneiðar henta síðan við hvaða tækifæri sem er, hvort sem það er í veislu, pálínuboð eða bara með sunnudagskaffinu!

Toast skagen

„Toast Skagen“

14 sneiðar

 • 500 g rækjur
 • 1 sítróna + til að skreyta með
 • 3 msk. rauðlaukur (saxaður)
 • 2 msk. dill (saxað) + til að skreyta með
 • 90 g Hellmann‘s majónes
 • 50 g sýrður rjómi
 • Salt og pipar
 • Smjör (til steikingar)
 • 7 hvítar brauðsneiðar
 • Kavíar til að skreyta með
 1. Affrystið, skolið og þerrið rækjurnar vel. Takið um helminginn af þeim og skerið aðeins niður í minni bita, restin má vera heil.
 2. Rífið börk af heilli sítrónu yfir þær ásamt því að kreista safann úr ½ sítrónu yfir rækjurnar.
 3. Blandið rauðlauk, dilli, majónesi og sýrðum rjóma saman við og blandið varlega saman með sleikju ásamt því að setja um ½ tsk. af salti saman við.
 4. Setjið rækjusalatið inn í ísskáp í 30-60 mínútur á meðan þið undirbúið brauðið og gangið frá.
 5. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og þær síðan til helminga svo úr verið tveir þríhyrningar.
 6. Bræðið vel af smjöri á pönnu við miðlungshita og steikið brauðið upp úr því á báðum hliðum. Bætið smjöri á pönnuna eftir þörfum og takið sneiðarnar af þegar þær eru orðnar stökkar á báðum hliðum.
 7. Raðið brauðinu á disk, setjið vel af rækjusalati yfir hverja sneið og skreytið með sítrónu, dilli og kavíar. Saltið og piprið eftir smekk.
rækjusalat með hellmann's

Mmmm……þetta er svo mikið gott!

smörrebrauð hugmyndir

Mæli með að þið prófið!

toast skagen

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun