Pekanhnetu ostakaka⌑ Samstarf ⌑
ostakaka

Ómæ þessi ostakaka minnir mig á hnetu- og karamellujógúrt í bland við kaffijógúrt, sem ég elska bæði afar mikið svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér fannst þessi kaka, hahaha!

kaffi ostakaka

Pekanhnetu ostakaka

Fyrir 10-12 manns

Karamellu pekanhnetur

 • 200 g Til hamingju pekanhnetur
 • 50 g púðursykur
 • 20 g smjör
 1. Bræðið sykurinn á pönnu og blandið smjörinu saman við þegar hann er nánast bráðinn.
 2. Lækkið hitann aðeins og hrærið þar til sykurinn er uppleystur að mestu og hrærið pekanhnetunum þá vel saman við.
 3. Hellið hnetublöndunni á bökunarpappír og setjið kæli til að geta nýtt í botninn og geymið restina fyrir skreytingu.

Botn

 • 200 g Mc Vities hafrakex
 • 100 g karamellu pekanhnetur (sjá uppskrift að ofan)
 • 70 g smjör
 1. Brjótið hafrakexið aðeins niður í höndunum og setjið það í blandara/matvinnsluvél ásamt hnetunum. Maukið niður þar til blandan hefur fengið á sig sandáferð.
 2. Hellið þá í skál og blandið bræddu smjöri saman við.
 3. Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 cm smelluformi, spreyið það að innan með matarolíuspreyi og hellið kexblöndunni ofan í.
 4. Þjappið í botninn og aðeins upp hliðarnar og setjið í ísskáp/frysti á meðan þið útbúið fyllinguna.

Fylling og skreyting

 • 500 g rjómaostur (við stofuhita)
 • 120 g púðursykur
 • 90 g flórsykur
 • 4 gelatínblöð (+ 50 ml uppáhellt kaffi)
 • 1 vanillustöng (fræin)
 • 250 ml þeyttur rjómi
 1. Byrjið á því að leggja gelatínblöðin í kalt vatn í um 15 mínútur.
 2. Hellið næst uppáhelltu kaffinu í pott og haldið suðunni á meðan þið hrærið gelatínblöðin saman við, eitt í einu þar til þau eru uppleyst. Hellið blöndunni yfir í skál og leyfið vökvanum að ná stofuhita.
 3. Þeytið næst saman rjómaost, púðursykur, flórsykur og fræin úr vanillustönginni.
 4. Næst má hella gelatínvökvanum saman við í mjórri bunu og hræra rólega áfram.
 5. Að lokum má vefja þeytta rjómanum varlega saman við með sleikju og hella síðan blöndunni yfir kexbotninn í forminu og slétta úr eins og unnt er.
 6. Geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt, takið úr forminu og skreytið síðan með restinni af karamellu pekanhnetunum.
pekanhnetu ostakaka

Það passaði vel að sykra pekanhneturnar og hafa þær í botninum og síðan er fallegt að skreyta með þeim líka.

karamellu og kaffi ostakaka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun