Ostajólatré og kósýheit⌑ Samstarf ⌑
ostabakki fyrir jólin

Það er mikið um alls kyns hittinga á aðventunni. Stundum hefur maður lítinn tíma til að undirbúa veitingar og hér kemur einföld og jólaleg hugmynd að ostabakkasamsetningu.

jól og ostar

Lie Gourmet sælkeravörurnar frá Húsgagnahöllinni eru æðislegar! Mikil gæðavara og ekki skemmir fyrir að þær eru í fallegum umbúðum svo það er gaman að gefa þær í gjafir! Allar vörur sem þið sjáið í þessari færslu fást einnig í Húsgagnahöllinni svo ef ykkur vantar jólagjöf fyrir sælkera getið þið sett saman æðislegan pakka hjá þeim!

gott kex á ostabakka

Ostajólatré og kósýheit

 • 1 x brie ostur (skorinn í 8 jafna hluta)
 • Lie Gourmet bruschetta krydd
 • Lie Gourmet pestó
 • Lie Gourmet kex (2 tegundir)
 • Lie Gourmet súkkuaðitrufflur
 • Hráskinka
 • Mandarína
 • Hindber
 • Baguette
 • 8 íspinnaprik/önnur prik
 1. Byrjið á því að skera ostinn niður eða kaupið fyrirfram niðurskorinn brie ost. Stingið pinna í breiðari endann og dýfið hliðunum í Lie Gourmet bruschettu krydd og raðið á bakka.
 2. Raðið öllum öðrum hráefnum að vild á bakkann og njótið.
kex á ostabakkann

Ýmis kex, krydd, olíur, pestó og fleira er í boði!

súkkulaðitrufflur

Þessar súkkulaðitrufflur eru síðan alveg undursamlegar!

ostajólatré

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun