Tagliatelle með skinku og sveppum⌑ Samstarf ⌑
tagliatelle pasta

Einfalt og ljúffengt pasta er eitthvað sem engan svíkur!

Þessi pastaréttur er einfaldur og fljótlegur og því get ég lofað að allir í fjölskyldunni munu hann elska.

pasta með skinku

Tagliatelle með skinku og sveppum

Fyrir um 4 manns

 • 400 g Dececco Tagliatelle
 • 1 laukur
 • 250 g kastaníusveppir
 • 250 g skinka (niðurskorin)
 • 100 g Philadelphia rjómaostur með graslauk
 • 400 ml rjómi
 • 1 msk. sítrónusafi
 • Salt, pipar, hvítlauksduft
 • Ólífuolía til steikingar
 • Parmesan ostur (ofan á í lokin)
 • Saxaður graslaukur (ofan á í lokin)
 1. Sjóðið tagliatelle samkvæmt leiðbeiningum.
 2. Steikið á meðan lauk og sveppi upp úr ólífuolíu, kryddið eftir smekk.
 3. Bætið rjómaosti + rjóma á pönnuna þar til osturinn er bráðinn.
 4. Bætið skinkunni á pönnuna ásamt sítrónusafa, pasta og kryddið frekar ef þess er óskað.
 5. Berið fram með parmesan osti og söxuðum graslauk.
pasta

Ískalt rósavín fer einstaklega vel með þessum rétti, mmmm!

rósavín

Gott er að bera réttinn fram með baguette brauði eða hvítlauksbrauði.

skinkupasta

Mmm…

pastaréttur uppskrift

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun