Pulled Pork borgarar⌑ Samstarf ⌑
pulled pork borgari

Við elskum að gera pulled pork borgara og oftar en ekki kaupum við lítil brauð fyrir slíkt í Costco (dinner rolls) en það má að sjálfsögðu nota hefðbundin hamborgarabrauð líka! Þetta er fullkominn partýmatur, það er hægt að hita kjötið í potti og hafa allt grænmeti, beikon og sósu tilbúið á meðan brauðin eru hituð og síðan skammtar fólk sér sjálft.

Mmm, svo gott og einfalt!

pulled pork samlokur

Pulled Pork borgarar

Dugar í um 12 litla hamborgara (fyrir 4-6 manns)

 • 1 pk Ali Pulled Pork (500 g)
 • 12 lítil hamborgarabrauð/dinner rolls
 • 12 sneiðar Ali beikon
 • Hamborgarasósa
 • Kál
 • 12 tómatsneiðar
 • Rauðlaukur
 • Kóríander (ef vill)
 1. Hitið pulled pork í potti/á pönnu við vægan hita þar til það er heitt í gegn, undirbúið annað á meðan.
 2. Steikið beikonið þar til stökkt og leggið til hliðar.
 3. Skerið niður grænmeti og hitið brauðin.
 4. Raðið að lokum öllu saman og njótið.
 5. Gott er að bera borgarana fram með maís og sætkartöflu frönskum.
Pulled pork hamborgarar

Það er snilld að geta keypt þetta svona tilbúið og þannig snarað fram partýmat á nokkrum mínútum!

rifið grísakjöt borgarar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun