Kjúklingavefjur með ananas salsa⌑ Samstarf ⌑
kjúklingavefjur

Hér höfum við einfaldar og sumarlegar kjúklingavefjur með fersku og ljúffengu ananas salsa!

kjúklingavefja með ananas salsa

Kjúklingavefjur með ananas salsa

Uppskrift dugar í um 6 stórar vefjur

Kjúklingavefjur

 • 1 pk stórar Old el Paso vefjur (6 stykki)
 • 3 stórar kjúklingabringur
 • Kjúklingakrydd/grillolía
 • Sýrður rjómi
 • Ananas salsa (sjá uppskrift að neðan)
 • Lime majónes frá Hellmann‘s
 1. Grillið kjúklingabringurnar og kryddið/penslið eftir smekk, sneiðið niður.
 2. Smyrjið sýrðum rjóma á vefjurnar og skiptið kjúklingnum á milli þeirra.
 3. Næst kemur ananas salsa og loks smá lime majónes yfir allt saman.

Ananas salsa uppskrift

 • 1 stór dós Dole ananasbitar (432 g)
 • 250 g piccolo tómatar
 • ½ rauðlaukur
 • 1 stk jalapeño
 • 1/3 agúrka
 • ½ lime (safinn)
 • 3 msk.kóríander (saxað)
 • 1 msk. hunang
 • Salt og pipar
 1. Saxið allt smátt niður og blandið varlega saman í skál með sleikju.
 2. Smakkið til með salti og pipar áður en þið setjið á vefjurnar.
Dole ananas

Dole ananasinn er minn uppáhalds dósa ananas, hann er sætur, mjúkur og ljúffengur!

einfaldar vefjur

Mmmm…..

Old el paso vefjur í kjúklingavefjuna

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun