Laxasushi með rjómaosti⌑ Samstarf ⌑
sushi með laxi og rjómaosti

Eftir að ég horfði á svipað myndband um daginn á Instagram gat ég ekki hætt að hugsa um það áður en ég væri búin að prófa! Þetta er í alvöru eins einfalt og myndbandið sýnir og almáttugur hvað þetta var gott! Held ég þurfi klárlega að fara að prófa mig betur áfram í sushigerð!

Þetta var einfalt og tók ekki langan tíma og körfuboltastelpan mín fór með lúxus nesti á æfingu þennan daginn, haha!

laxasushi með chili majó

Laxasushi með rjómaosti

12 bitar

 • Lítill laxabiti (c.a 3 cm á þykkt)
 • 1 x avókadó
 • 12 tsk. Philadelphia rjómaostur með sweet chili
 • 120 g Blue Dragon sushigrjón (+ ½ msk. hrísgrjónaedik og 330 ml vatn)
 • Blue Dragon Nori blað
 • Chilli majónes
 • Saxaður graslaukur
 • Sesamfræ
 1. Sjóðið sushi grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.
 2. Undirbúið tóman eggjabakka með því að leggja plastfilmu ofan í botninn á honum öllum.
 3. Sneiðið laxinn í þunnar sneiðar og komið fyrir neðst í eggjabakkanum í öllum 12 hólfunum.
 4. Næst má skera avókadó niður í þunnar sneiðar og setja eina sneið ofan á hvern laxabita.
 5. Næst fer um ein teskeið af rjómaosti ofan á avókadóið og sléttið aðeins úr.
 6. Nú má fylla upp í hvert „eggjahólf“ með sushigrjónum og þjappa vel niður.
 7. Klippið nori blöð niður svo þau passi ofan á grjónin, þrýstið vel að, plastið yfir og kælið, eða hvolfið strax úr og raðið á bakka.
 8. Toppið laxinn síðan með chilli majónesi, söxuðum graslauk og sesamfræjum.
sushi með rjómaosti

Rjómaosturinn fullkomnaði þennan sushibita!

heimagert sushi

Mmmm…..

óáfengur bjór

Corona 0% er síðan fullkominn drykkur með þessari máltíð!

laxasushi

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun