
Það er lítið mál að gera heimagerða ostasósu og nammigott hvað hún er góð!

Heit ostasósa
- 2 jalapeño
- 1 skallottlaukur
- 2 hvítlauksrif
- 20 g smjör
- 400 ml matreiðslurjómi
- 2 msk. maizenamjöl
- 100 g rjómaostur
- 300 g rifinn Cheddar ostur
- 1 tsk. salt
- ½ tsk. chilipipar
- ½ tsk. pipar
- ½ tsk. hvítlauksduft
- Nachosflögur
- Saxið jalapeño, skallottlauk og hvítlauk smátt niður og steikið upp úr smjörinu við meðalháan hita þar til mýkist.
- Hellið þá matreiðslurjóma og pískið maizenamjölið saman við og leyfið aðeins að malla.
- Bætið þá rjómaosti og Cheddar osti saman við ásamt kryddum, hrærið þar til þykk ostasósa hefur myndast.
- Gott að bera fram með Nachosflögum og ísköldum bjór.

Það má krydda sósuna til eins og hentar og ef þið viljið hana sterkari væri líka hægt að saxa chilli í upphafi og steikja með og síðan bæta við þeim kryddum sem ykkur langar til.
