Regnbogakaka



⌑ Samstarf ⌑

Það er eitthvað við litríkar kökur sem allir elska! Hér er á ferðinni ótrúlega skemmtileg og einföld lausn á slíkri með aðstoð Betty Crocker.

Partýkaka

Kakan er vanillukaka með litríku kökuskrauti sem gerir hana svona skemmtilega.

Afmæliskaka með vanillukremi

Regnbogakaka uppskrift

Kökubotnar

  • 1 x Betty Crocker Rainbow Chip Party Cake mix
  • 4 egg
  • 100 ml olía
  • 200 ml vatn
  • 1 pk. vanillu Royal búðingur
  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Hrærið saman eggjum, olíu og vatni.
  3. Bætið kökuduftinu saman við og hrærið saman í um 2 mínútur.
  4. Bætið þá búðingsduftinu saman við og blandið stutta stund.
  5. Skiptið niður í 3 x 15 cm kökuform sem búið er að spreya vel að innan með matarolíuspreyi.
  6. Bakið þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi (í kringum 20-25 mínútur).
  7. Kælið botnana og skerið ofan af þeim ef þurfa þykir.

Krem og skraut

  • 3 x Betty Vanilla Frosting krem
  • 300 g flórsykur
  • Kökuskraut og fánar
  1. Blandið flórsykrinum saman við kremið í hrærivélinni og þeytið þar til létt og hvít blanda hefur myndast.
  2. Smyrjið um 1 cm lagi á milli botnanna og hjúpið næst með þunnu lagi af kremi til að binda alla kökumylsnu.
  3. Næst má setja um 1 cm þykkt lag af kremi á alla kökuna.
  4. Pressið kökuskrauti upp á hliðarnar við botninn með því að setja kökuskraut í lófann og renna því upp eftir kökunni.
  5. Setjið að lokum restina af kreminu í sprautupoka með stórum stjörnustút (ég notaði 1M frá Wilton) og skreytið toppinn.
Betty Crocker Rainbow Chip Party Cake Mix
Ég elska kökumixin frá Betty Crocker og hef notað þau óspart í bakstri alla mína tíð. Það er síðan svo gaman að fá aukið úrval af þessum kökumixum til Íslands svo ég hvet ykkur eindregið til að prófa þessa regnbogaköku.
Litrík kaka

Silkimjúk og góð…

Regnbogakaka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun