
Það er eitthvað við litríkar kökur sem allir elska! Hér er á ferðinni ótrúlega skemmtileg og einföld lausn á slíkri með aðstoð Betty Crocker.

Kakan er vanillukaka með litríku kökuskrauti sem gerir hana svona skemmtilega.

Regnbogakaka uppskrift
Kökubotnar
- 1 x Betty Crocker Rainbow Chip Party Cake mix
- 4 egg
- 100 ml olía
- 200 ml vatn
- 1 pk. vanillu Royal búðingur
- Hitið ofninn í 160°C.
- Hrærið saman eggjum, olíu og vatni.
- Bætið kökuduftinu saman við og hrærið saman í um 2 mínútur.
- Bætið þá búðingsduftinu saman við og blandið stutta stund.
- Skiptið niður í 3 x 15 cm kökuform sem búið er að spreya vel að innan með matarolíuspreyi.
- Bakið þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi (í kringum 20-25 mínútur).
- Kælið botnana og skerið ofan af þeim ef þurfa þykir.
Krem og skraut
- 3 x Betty Vanilla Frosting krem
- 300 g flórsykur
- Kökuskraut og fánar
- Blandið flórsykrinum saman við kremið í hrærivélinni og þeytið þar til létt og hvít blanda hefur myndast.
- Smyrjið um 1 cm lagi á milli botnanna og hjúpið næst með þunnu lagi af kremi til að binda alla kökumylsnu.
- Næst má setja um 1 cm þykkt lag af kremi á alla kökuna.
- Pressið kökuskrauti upp á hliðarnar við botninn með því að setja kökuskraut í lófann og renna því upp eftir kökunni.
- Setjið að lokum restina af kreminu í sprautupoka með stórum stjörnustút (ég notaði 1M frá Wilton) og skreytið toppinn.


Silkimjúk og góð…
