Súkkulaði bollakökur með rjómaostakremi⌑ Samstarf ⌑
Regnboga bollakökur

Þið hafið líklega tekið eftir því að ég elska að útbúa litríkar og skemmtilegar kökur. Hér gerði ég klassískar súkkulaði bollakökur með rjómaostakremi sem ég síðan skreytti með kökuskrauti og Sour Patch Kids hlaupi ásamt því að nota skrautleg kökuform.

Bollakökur fyrir barnaafmæli

Þessar fengu góða dóma og mæli ég með að þið gerið þessar kökur með krökkunum ykkar!

Súkkulaði bollakökur

Súkkulaði bollakökur með rjómaostakremi

Bollakökur uppskrift

 • 150 g hveiti
 • 50 g Cadbury bökunarkakó
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. matarsódi
 • ¼ tsk. salt
 • 60 g smjör við stofuhita
 • 60 ml ljós matarolía
 • 120 g sykur
 • 70 g púðursykur
 • 60 g dökkt súkkulaði (brætt)
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 2 egg
 • 200 ml súrmjólk
 • 60 ml heitt uppáhellt kaffi
 1. Hitið ofninn í 170°C.
 2. Blandið hveiti, kakó, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál og leggið til hliðar.
 3. Blandið næst smjöri, olíu, sykri,púðursykri saman í hrærivélarskálinni og hrærið á lágum hraða á meðan þið bætið síðan bræddu súkkulaði, vanilludropum, eggjum og súrmjólk saman við. Skafið niður á milli.
 4. Setjið að lokum heitt kaffi í skálina og blandið því varlega saman við með sleif.
 5. Setjið pappaform í álform og skiptið niður í 16-18 kökur.
 6. Bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur út hreinn með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.
 7. Kælið alveg áður en þið setjið krem og skraut á kökurnar.

Rjómaostakrem og skraut

 • 180 g smjör við stofuhita
 • 150 g Philadelphia rjómaostur
 • 2 tsk. vanilludropar
 • ¼ tsk. salt
 • 2 msk. rjómi
 • 850 g flórsykur
 • 2-3 pokar Sour Patch Kids hlaupkarlar
 • Marglitt kökuskraut
 1. Þeytið smjör og rjómaost saman þar til orðið er létt og ljóst.
 2. Bætið vanilludropum, salti og rjóma saman við og þeytið áfram.
 3. Setjið síðan flórsykurinn saman við í nokkrum skömmtum, þeytið og skafið niður á milli.
 4. Setjið kremið í sprautupoka með stórum stjörnustút (ég notaði 1 M frá Wilton).
 5. Sprautið vel af kremi upp í spíral og skreytið með kökuskrauti og Sour Patch Kids hlaupi.
Sour Patch bollakökur í barnaafmælið
Namm þetta var sko gott!
Barnaafmæli kökur
Sour Patch Kids hlaupið er í miklu uppáhaldi hjá stelpunum mínum svo þeim fannst ekkert leiðinlegt að sjá þessar kökur þegar þær komu heim úr skólanum!
Bollakökur með rjómaostakremi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun