Páskaísinn



⌑ Samstarf ⌑
ís uppskrift

Þessi ís er einn sá besti sem ég hef búið til! Það passar virkilega vel að hafa marengsinn og krönsí súkkulaðiegg í hverjum bita, namm!

Páskaís

Þessi ís er tilvalinn eftirréttur um páskana!

Heimagerður ís

Heit Toblerone sósa klikkar síðan ekki frekar en fyrri daginn, ég eeeeeeeeeeeeeelska heita Tobleronesósu, eins og þið hafið líklega tekið eftir, hahaha!

Páskaís uppskrift

Páskaís

Ís uppskrift

  • 5 egg (aðskilin)
  • 100 g púðursykur
  • 3 tsk. vanillusykur
  • 2 msk. Cadbury bökunarkakó
  • 400 ml þeyttur rjómi
  • 240 g Cadbury Mini eggs (3 pokar)
  • 1 brúnn marengsbotn (keyptur tilbúinn)
  1. Takið til smelluform sem er um 22-24 cm í þvermál. Setjið bökunarpappír í botninn og innan á hliðarnar (einnig hægt að nota kökuplast á hliðarnar ef þið eigið slíkt). Fínt að klippa bökunarpappír í langa ræmu sem hægt er að leggja slétta allan hringinn innan á formið (hægt að líma með límbandi til að festa betur).
  2. Saxið Cadbury Mini eggin gróft niður, geymið.
  3. Bútið marengsbotninn niður í munnstóra bita. Ég keypti tilbúinn brúnan marengsbotn til þess að einfalda lífið en auðvitað gætuð þið notað botn sem þið bakið.
  4. Þeytið rjómann og geymið í skál.
  5. Þeytið eggjahvíturnar og geymið í skál.
  6. Þeytið eggjarauður og púðursykur saman þar til létt og ljóst, bætið þá vanillusykri og bökunarkakó saman við og blandið vel saman.
  7. Vefjið næst þeytta rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna með sleikju.
  8. Næst má gera það sama við stífþeyttu eggjahvíturnar, vefja þær saman við blönduna með sleikju.
  9. Að lokum má taka um helminginn af marengsbitunum og Mini eggjunum og hræra saman við með sleikju og hella blöndunni í smelluformið.
  10. Restin af marensbitunum og eggjunum fer síðan ofan á ísinn áður en hann fer í frysti.
  11. Frystið ísinn í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt og njótið síðan með heitri íssósu.

Heit íssósa

  • 200 g gróft saxað Toblerone
  • 100 ml rjómi
  1. Bræðið saman í potti þar til slétt og þykk íssósa hefur myndast.
  2. Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr áður en þið notið sósuna.
Cadbury mini egg í páskaísinn

Ég auðvitað elska þessi súkkulaðiegg, hvort sem það eru páskar eða ekki, það er bara þannig!

ískaka

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun