Lambakonfekt og kartöflusalat með byggi



⌑ Samstarf ⌑
Lambakóróna

Vorið nálgast og það styttist í páskana. Lambakjöt er sívinsælt og tími kominn til að taka út grillið fyrir sumarið.

Lambakjöt á grillið

Okkar fékk í það minnsta að koma úr geymslunni eftir að hafa verið frekar fast þar inni síðustu vikur sökum snjóþunga. Fátt er betra en ilmandi grill-lyktin sem svífur um allt þegar verið er að grilla úti og nú fer það ekki inn aftur í bráð.

Grillaðar lambakótilettur

Lambakonfekt er dásamlega gott, bara mikilvægt að passa sig að grilla það ekki of lengi.

Það þarf síðan alls ekki alltaf að vera flókið meðlæti, kartöflusalat og smjörsteiktur aspas pössuðu undurvel með kjötinu og engu þurfti við það að bæta.

Lambakonfekt og kartöflusalat með byggi

Fyrir 4-6 manns

Kartöflusalat með byggi

  • 600 g soðnar, kældar kartöflur
  • 160 g bygg, soðið og kælt
  • 1 rauðlaukur
  • 160 g Philadelphia rjómaostur með graslauk og lauk
  • 190 g sýrður rjómi
  • 50 g majónes
  • 1 msk. sítrónusafi
  • Rifinn börkur af ½ sítrónu
  • 2 tsk. Tabasco Sriracha sósa
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Skerið kartöflurnar niður í munnstóra bita og setjið í skál ásamt byggi og smátt söxuðum rauðlauk.
  2. Pískið önnur hráefni saman í  aðra skál og smakkið til með salti og pipar.
  3. Blandið að lokum öllu varlega saman með sleikju.
  4. Geymið í kæli á meðan kjötið er grillað.

Lambakonfekt

  • Um 1 kg lambakonfekt
  • Caj P grillolía „Honey“
  • Salt og pipar
  1. Penslið kjötið með grillolíu og leyfið því að marinerast í að minnsta kosti klukkustund, yfir nótt er líka í lagi.
  2. Grillið það næst á vel heitu grilli, kryddið með salti og pipar og penslið meiri grillolíu á það áður en það er tilbúið.
  3. Leyfið kjötinu að hvíla í um 10 mínútur áður en það er borið fram.

Smjörsteiktur aspas

  • 1 búnt ferskur aspas
  • Um 50 g smjör
  • 2 hvítlauksrif
  • Salt og pipar
  1. Bræðið smjörið við miðlungs háan hita á pönnu.
  2. Skerið/brjótið endana af aspasnum og setjið hann á pönnuna.
  3. Rífið hvítlauksrifin yfir og kryddið eftir smekk, snúið nokkrum sinnum þar til aspasinn fer að mýkjast.
Caj P grillolía á lambakjötið

Caj P grillolían klikkar ekki frekar en fyrri daginn!

Grillað lambakjöt eldun

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun