Taquitos í vasa⌑ Samstarf ⌑
Taquitos

Ég gleymi því alltaf hvað taquitos er gott! Hér kemur einföld og fljótleg útfærsla sem allir í fjölskyldunni elskuðu!

Guacamole og vefjur

Það er einfalt að hræra öllu saman og fylla vasana. Ég rúllaði smá álpappír upp til að halla vösunum örlítið upp á við í ofninum en blandan er engu að síður það þykk að hún rennur ekki mikið úr þó svo þið raðið þeim beint á plötuna.

mexíkó matur

Taquitos í vasa

Uppskrift fyrir um 4 manns

Taquitos uppskrift

 • 8-10 stk. vefjuvasar frá Old El Paso
 • Um 600 g eldað kjúklingakjöt (rifið niður)
 • 2 msk. Taco krydd frá Old El Paso
 • 150 g rjómaostur
 • 70 g sýrður rjómi
 • 100 g Old El Paso salsasósa (medium)
 • 150 g rifinn ostur
 • ½ lime (safinn)
 • 3 msk. kóríander
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • 1 tsk. salt
 • ½ tsk. chilliduft
 • Ólífuolía til penslunar
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Hrærið öllu saman í skál nema vefjuvösunum sjálfum og ólífuolíunni.
 3. Skiptið blöndunni niður í vasana, raðið í ofnskúffu, penslið aðeins með olíu og bakið í um 15 mínútur eða þar til þeir fara að gyllast og osturinn bráðnar.
 4. Berið fram með guacamole (uppskrift hér að neðan), Nacos flögum, sýrðum rjóma og Old El Paso salsa sósu.

Einfalt guacamole uppskrift

 • 2 x stór avókadó
 • 1 stór tómatur
 • 1 msk. lime
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • ½ tsk. pipar
 1. Stappið avókadó og setjið í skál.
 2. Hreinsið steina + vökva innan úr tómatnum og skerið smátt niður.
 3. Blandið næst öllu saman í skál og njótið með Old El Paso nachosflögum.
Vefjuvasar fyrir Taco Tuesday

Þessir vefjuvasar eru mjög sniðugir og auðvelt að borða tacos/taquitos í þeim því það lekur ekkert út! Vasarnir fást meðal annars í Fjarðarkaup, Bónus, Heimkaup og Krónunni.

Kvöldmatur hugmyndir og Taco Tuesday

Mmmm……

Góðar vefjur eða taquitos

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun