Ostasalat frá Mexíkó⌑ Samstarf ⌑
Ostasalat uppskrift

Ostasalöt slá alltaf í gegn og henta vel í veislur, með kaffinu eða bara þegar ykkur langar í eitthvað gott!

Ostasalat í veisluna

Ég elska klassíska ostasalatið úr Hagkaupsbókinni gömlu en núna ákvað ég að leika mér aðeins með mexíkóþema í svipaðri ostasalatsgerð.

UPPSKRIFTAMYNDBAND á Instagram

Ostasalat með mexíkóosti

Salatið heppaðist einstaklega vel, er ferskt, smá spicy og sjúklega gott!

Ostasalat með kryddostum

Ostasalat frá Mexíkó

 • 2 x mexíkó kryddostur
 • 1 rauð paprika
 • 2 stk. jalapeno
 • ½ rauðlaukur
 • 140 g sýrður rjómi
 • 140 g Hellmann‘s majónes
 • ½ tsk. salt
 • ½ tsk. paprikuduft
 • ¼ tsk. Cheyenne pipar
 1. Skerið ostinn í litla teninga og saxið papriku, jalapeno og rauðlauk smátt.
 2. Blandið næst öllu saman í skál með sleikju þar til vel blandað.
 3. Njótið með góðu kexi.
Hellmann's majónes í ostasalatið

Hellmann’s majónesið spilar hér lykilhlutverk og síðan er hægt að stýra hollustunni alveg með því að velja á milli venjulegu krukkunnar eða Light/Lighter than light!

ostasalat

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun