Partý bananasplitt



⌑ Samstarf ⌑
einfaldur ísréttur

Bananasplitt þarf vart að kynna til sögunnar því það er auðvitað algjör klassík sem hittir alltaf í mark! Það er hins vegar vel hægt að gera risa bananasplitt fyrir allan hópinn og dóttur minni fannst í það minnsta skemmtilegt að raða þessu saman og svo naut öll fjölskyldan í framhaldinu!

bananasplitt

Partý bananasplitt

  • 1 ½ dós Häagen-Dazs ís með jarðarberjum (600 g)
  • 1 ½ dós Häagen-Dazs ís með saltri karamellu (600 g)
  • 2-3 bananar
  • 100 ml þeyttur rjómi
  • Nokkur niðursoðin kirsuber
  • Súkkulaði íssósa
  • Jarðarberja íssósa
  • Kökuskraut
  • Hnetukurl
  1. Byrjið á því að setja fatið/diskinn sem skal nota í verkið í frystinn í um klukkustund áður en þið hefjist handa. Með því móti bráðnar ísinn síður á meðan þið eruð að útbúa réttinn.
  2. Áður en þið byrjið að setja bananasplittið saman er gott að hafa þeyttan rjóma tilbúinn í sprautupoka eða nota rjóma úr rjómasprautu.
  3. Skerið bananana niður í bita og hafið íssósur, kirsuber, kökuskraut og hnetukurl tilbúið.  
  4. Búið síðan til kúlur úr ísnum (gott að setja ísskeiðina í heitt vatn á milli til að auðvelda kúlugerð) og raðið þeim í pýramída á fatið/diskinn sem var í frystinum.
  5. Gott er að setja bananabita líka inn á milli og síðan þegar þið eruð komin með fallega ískúluhrúgu má setja íssósur, rjóma, kökuskraut, hnetukurl og kirsuber til skrauts.
  6. Berið fram samstundis.
hagendaaz ís í bananasplitt

Hér erum við með tvær uppáhalds ístegundir fjölskyldunnar, sú yngsta vill karamelluísinn í öll mál og pabbinn og elsta slást um jarðarberjaísinn, hahahaha! Ég og miðjan erum bara til í smá af hvortveggja!

ísréttur fyrir alla fjölskylduna

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun