Kotasælubollur⌑ Samstarf ⌑
brauðbollur uppskrift

Hér kemur ein dásamleg uppskrift úr bókinni hennar Elínu Heiðu! Þessar bollur eru léttar í sér og gott að njóta þeirra þegar þær eru nýbakaðar með smjöri og osti. Það er einfalt að útbúa þær og við gerum þær reglulega um helgar þegar okkur langar í eitthvað gott í hádeginu eða með kaffinu.

góðar og einfaldar brauðbollur með kotasælu

Kotasælubollur uppskrift

Um 20-22 stykki

 • 120 g smjör
 • 380 ml nýmjólk
 • 3 msk. sykur
 • 1 poki þurrger (11,8 g)
 • 840 g hveiti
 • 1 ½ tsk. salt
 • 300 g kotasæla
 • 1 pískað egg
 • Fræ að eigin vali
 1. Bræðið smjörið í potti og hellið mjólkinni saman við þegar bráðið. Hitið saman við vægan hita þar til ylvolgt (hægt er að setja fingurinn ofan í án þess að finnast blandan heit).
 2. Hellið mjólkurblöndunni þá yfir í skál/könnu og hrærið sykrinum og þurrgerinu saman við, leyfið að standa á meðan annað er undirbúið (blandan ætti að freyða örlítið á meðan hún stendur).
 3. Setjið hveiti og salt í hrærivélarskálina, gott að nota krókinn til að hnoða.
 4. Hellið mjólkurblöndunni varlega saman við og hnoðið stutta stund og bætið þá kotasælunni saman við og hnoðið áfram þar til falleg deigkúla fer að myndast upp á krókinn.
 5. Gott er að hafa deigið eins klístrað og þið komist upp með, án þess þó að það festist við alla fingur og fleti. Stundum þarf að bæta smá hveiti við en reynið að sleppa við það.
 6. Smyrjið stóra skál að innan með matarolíu, hnoðið deigið stutta stund í höndunum og veltið næst upp úr olíunni í skálinni, plastið skálina og leyfið að hefast í 45 mínútur.
 7. Skiptið deiginu þá niður í 20-22 hluta, rúllið í bollur og raðið á bökunarpappír á ofnskúffu (þurfið að nota tvær plötur).
 8. Hefið aftur í 30 mínútur og hitið ofninn á meðan í 200°C.
 9. Penslið með pískuðu eggi og setjið fræ að eigin vali yfir bollurnar. 
 10. Bakið í um 10-14 mínútur eða þar til bollurnar gyllast vel.

brauðbollur uppskrift

Einfalt og gott!

Kotasæla í brauðbollurnar

Mmm…..

kotasælubollur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun