Kókoskúlur eru eitt það einfaldasta sem hægt er að útbúa en um leið eitt það allra besta. Það er ekki margt betra en ísköld kókoskúla beint úr kælinum.

Þessa uppskrift útbjó dóttir mín, Elín Heiða fyrir bókina sína Börnin baka sem kom út í fyrra.
Kókoskúlur uppskrift
- 200 g smjör við stofuhita
- 80 g sykur
- 60 g púðursykur
- 2 tsk. vanilludropar
- 30 g bökunarkakó
- 240 g Til hamingju tröllahafrar
- 3 msk. vatn
- 150 g Til hamingju kókosmjöl (til að velta upp úr)
- Setjið öll hráefnin nema kókosmjöl í skál og hnoðið saman í höndunum.
- Rúllið í litlar kúlur sem eru svipaðar á stærð og veltið upp úr kókosmjöli.
- Kælið í að minnsta kosti klukkustund.

Hér þarf að vera tilbúinn að hnoða saman og verða pínu súkkulaðihúðaður á höndunum á meðan verið er að rúlla í kúlur. Þá er gott að þvo sér um hendurnar og velta næst kúlunum upp úr kókosmjöli.
