Jólaréttir⌑ Samstarf ⌑

Á dögunum var ég fengin til að setja saman nokkra jólalega rétti fyrir Höllin mín sem er jólablað Húsgagnahallarinnar. Að sjálfsögðu notaði ég borðbúnað og smávöru frá Húsgagnahöllinni til að bera fram alla þessa gómsætu rétti.

Einhverjir eru nú þegar komnir hingað á vefinn hjá mér og aðrir munu fá sína sérfærslu á næstunni. Hér hafið þið þá hins vegar alla saman og vonandi gefur þessi færsla ykkur góðar hugmyndir fyrir hátíðirnar, bæði af góðum mat og fallegum smávörum!

Það er svo gaman að fá eitthvað nýtt og fallegt í eldhúsið, held ég þreytist seint á slíku og því er margt fallegt hér í þessari færslu, sem og í blaðinu sjálfu sem gæti gagnast ykkur fyrir jólagjafainnkaupin.

Þetta var allt svo gott og ég hlakka til að deila restinni með ykkur!

Muubs Valley diskur

Humar tartalettur með þeyttri kokteilsósu eru eitthvað annað!

Stuff Organic bakki

Beikonvafðar risarækjur, namm!

Muubs Valley diskur

Pestósnittur!

Brauðið er í Nordal Vebena eldföstu móti og smjörhnífurinn er frá Be Home.

Smjörbretti er nýjasta æðið og það var virkilega gómsætt að útbúa þetta á þennan hátt.

Stuff Enoteca bretti fyrir ostabakkann og bakaði osturinn er í Nordal Malus eldföstu móti.

Góður ostabakki og bakaður ostur klikkar seint!

Nordal Garo kokteilglas á fæti

Það er svo fallegt að bera eftirrétti fram í glösum á fæti. Hér er ég undursamleg súkkulaðimús sem engan svíkur.

Nordal Garo glös

Frískandi jólapúns færir okkur sannarlega góðar stundir!

Gleðilega hátíð!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun