Hafrakökur í hátíðarbúning⌑ Samstarf ⌑
Jólalegar haframjölskökur

Hafrakökur eru algjör klassík og allir þær elska! Hér tók ég smá twist á eina slíka uppskrift og bætti þurrkuðum trönuberjum og pistasíukjörnum saman við til að fá smá jólafíling í þær og þessar voru hrikalega góðar!

Góðar haframjölskökur

Mmmm……

Haframjöl í kökur

Hafrakökur í hátíðarbúning

Um 35-40 stykki

 • 225 g smjör við stofuhita
 • 220 g sykur
 • 170 g púðursykur
 • 3 egg
 • 230 hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. kanill
 • ½ tsk. salt
 • 250 g Til hamingju fínt haframjöl
 • 100 g Til hamingju þurrkuð trönuber
 • 70 g Til hamingju pistsíukjarnar
 • 150 g hvítt súkkulaði (til að skreyta með)
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til blandan er létt og ljós.
 3. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og hrærið og skafið niður á milli.
 4. Blandið hveiti, lyftidufti, kanil og salti saman í skál og setjið saman við smjörblönduna, skafið niður og blandið vel.
 5. Bætið loks haframjöli, trönuberjum og pistasíuhnetum saman við og hrærið stutta stund.
 6. Skiptið niður á bökunarplötur íklæddar bökunarpappír. Útbúið kúlur úr um 2 msk. af blöndu fyrir hverja köku. Hafið gott bil á milli því þær munu fletjast út.
 7. Bakið í 15-18 mínútur.
 8. Kælið kökurnar, bræðið súkkulaðið og rennið því síðan nokkrum sinnum yfir hverja köku til að skreyta hana.
Trönuber og pistasíur í jólabaksturinn

Hvítt súkkulaði til að skreyta með toppar síðan bragðið alveg!

Hafrakökur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun