Dumle hrískökur⌑ Samstarf ⌑
Bakstur fyrir börn

Hver elskar ekki eitthvað sem er ævintýralega gott og um leið einfalt og fljótlegt að útbúa!

Börn baka

Elín Heiða útbjó þessar kökur fyrir bókina sína, Börnin baka og hér er hún komin fyrir ykkur að njóta.

Dumle hrískökur

Dumle hrískökur

Um 20 kökur

 • 50 g smjör
 • 225 g sýróp (þetta í grænu dósunum)
 • 200 g dökkt súkkulaði
 • 150 g Dumle Snacks (niðurskorið)
 • 140 g Rice Krispies
 1. Bræðið smjör, sýróp og súkkulaði í potti þar til allt er bráðið saman.
 2. Leyfið blöndunni að sjóða í um 30 sekúndur og takið pottinn þá af hellunni.
 3. Blandið niðurskornu Dumle og Rice Krispies saman við með sleif.
 4. Skiptið niður í pappaform og kælið.

Dumle karamellur í baksturinn

Með Dumle verður þessi annars klassíska uppskrift guðdómlega djúsí!

Hrískökur

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun