Hér er á ferðinni ljúffengur og einfaldur bakki sem hægt er að töfra fram á örskottstundu yfir góðu rósavíni! Þessi samsetning smellpassar ofan á brauð og kex og allir ættu að geta útbúið án fyrirhafnar.

Ég elska þegar það er hægt að gera eitthvað sem er einfalt, fallegt og síðast en ekki síst, gott!

Rósavín passar síðan einstaklega vel með þessum rjómaostabakka!

Valentínusarbakki
Fyrir tvo
- 1 x Philadelphia rjómaostur (200 g)
- 1 tsk. hvítlauks kryddblanda
- 5 tsk. rautt pestó
- 6-8 stk. þurrkaðar fíkjur
- 4-5 sneiðar parmaskinka
- 10-15 ólífur
- 2 msk. furuhnetur
- Smá hunang
- Grissini stangir
- Baguette brauð
- Smyrjið rjómaostinum á bretti í um 1 cm þykkt lag.
- Stráið hvítlaukskryddi yfir og setjið næst pestó hér og þar.
- Skerið fíkjurnar niður og raðið ofan á ásamt hráskinkunni (gott að taka hverja sneið í tvennt).
- Að lokum má raða ólífum og furuhnetum yfir og setja smá hunang yfir allt.
- Njótið með góðu brauði, grissini stöngum eða kexi.

Mmm…..

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan !