Kjúklinga nachos í ofni⌑ Samstarf ⌑
loaded nachos

Þrátt fyrir að það sé að verða frekar vetrarlegt þessa dagana þá er alltaf Nachos tími! „Loaded Nachos“ er eitthvað sem við pöntum okkur ansi oft á veitingahúsum og því ekki að gera slíkt heima þegar það er svona auðvelt!

Mmmm….svo gott og svo einfalt!

kjúklinga nachosréttur

Um daginn óskaði elsta dóttir mín eftir því að ég myndi útbúa svona rétt og þannig kom þessi samsetning hér til fyrir ykkur!

nachos í ofni

Kjúklinga nachos í ofni

 • 1 pakki Ali mexíkó strimlar
 • Um 400 g nachosflögur
 • Um 250 g svartar baunir
 • Um 300 g rifinn ostur
 • Salsasósa
 • Guacamole (uppskrift að neðan)
 • Sýrður rjómi
 • Jalapeno
 • Kóríander
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Raðið einföldu lagi af nachosflögum á ofnskúffu/í eldfast mót.
 3. Setjið næst smá af kjúkling, baunum og osti og endurtakið c.a 3-4 lög.
 4. Bakið í 10 mínútur í ofninum og toppið síðan með sýrðum rjóma, jalapeno og kóríander.
 5. Berið strax fram með fersku guacamole og salsasósu.

Guacamole uppskrift

 • 2 x stór avókadó
 • Um 150 g piccolo tómatar
 • 1/3 rauðlaukur
 • 2 hvítlauksrif
 • ½ lime (safinn)
 • Salt og pipar
 1. Stappið avókadó gróft.
 2. Skerið tómata smátt, saxið rauðlauk og rífið hvítlauksrifin.
 3. Kreistið lime yfir allt og blandið saman, kryddið eftir smekk.
kjúklinganachos með Ali

Með því að nota tilbúna mexíkóstrimla tekur þetta enga stund!

kjúklinganachos í ofni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun