Hrekkjavöku afmæliHrekkjavöku afmæliskaka

Inga vinkona mín er algjör snillingur þegar kemur að afmælishaldi. Í dag fórum við í hrekkjavökuafmæli hjá elsku Stefáni Kára og ég fékk að taka nokkrar myndir til að sýna ykkur hugmyndir. Það eru engar uppskriftir hér en gaman að leyfa myndunum að tala sínu máli og gefa ykkur hugmyndir.

halloween birthday

Veisluborðið var skreytt með ýmsu hrekkjavökutengdu og er gaman að raða saman skrauti og mat!

hrekkjavöku kökur

Hræðileg hrískökuskrímsli!

hugmyndir fyrir hrekkjavökuafmæli

Geggjaður nammibar!

hrekkjavöku ostabakki

Draugalegur ostabakki.

afmælisborð hrekkjavöku

H R E K K J A V A K A

hrekkjavökuafmæli

Sniðugar og einfaldar hugmyndir!

hrekkjavökukaka

Elska afmæliskökuna, svo einföld og flott!

hrekkjavaka afmæli

Stefán Kári var síðan dauðinn sjálfur, hahaha!

Hér fyrir neðan sjáið þið síðan linka á fleiri afmæli frá Ingu & Stefáni vinum okkar. Ég elska þegar ég fæ að laumast með myndavél í svona flott afmæli og deila með ykkur! Sérlega líka þar sem ég á bara stelpur og því gaman að deila strákalegri hugmyndum með ykkur annað slagið, þó svo auðvitað sé ekkert heilagt í slíkum málum og allt á við alla!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun