Djúsí nauta tacos með ananas



⌑ Samstarf ⌑
taco

„Pulled pork“ er gott en „pulled beef“ er að mínu mati enn betra! Það tekur auðvitað smá tíma að útbúa slíkt heima en svo algjörlega þess virði og bara skella þessu í pott strax eftir vinnu og ganga síðan frá, leggja á borðið og undirbúa allt annað á meðan kjötið mallar.

pulled beef taco

Mangó, ananas og avókadó eru skylduhráefni að mínu mati til að hafa með en annað er síðan smekksatriði.

rifið nautakjöt í taco

Djúsí nauta tacos með ananas

Fyrir 5-7 manns

„Pulled beef“

  • 1 kg nauta innlæri (sneiðar)
  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 2 tómatar
  • 700 ml nautasoð
  • 200 ml appelsínusafi
  • 2 tsk. reykt paprika
  • 1 tsk. cumin
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  • ½ tsk. cheyenne pipar
  • 2 msk. púðursykur
  • Ólífuolía til steikingar
  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Brúnið kjötið á báðum hliðum í ólífuolíu og kryddið með salti og pipar og leggið síðan á disk.
  3. Skerið grænmetið gróft niður og steikið upp úr olíu á sömu pönnu/potti og þið steiktuð kjötið. Bætið öllum kryddum saman við og leyfið lauknum aðeins að mýkjast.
  4. Hellið næst soði og appelsínusafa saman við ásamt sykrinum, náið upp suðunni og slökkvið síðan undir.
  5. Bætið kjötinu aftur saman við, setjið lokið á pottinn/færið yfir í eldast mót með álpappír og inn í ofn í 2 klukkustundir.
  6. Takið kjötsneiðarnar þá upp úr pottinum og maukið grænmetið með töfrasprota. Náið suðunni upp að nýju og leyfið vökvanum að sjóða aðeins niður og þykkna.
  7. Tætið nú kjötið niður með göfflum og gætið í sósuna og blandið vel saman.
  8. Setjið í taco báta og toppið með ananas og öðru grænmeti (sjá hér að neðan).

Annað hráefni

  • Old El Paso taco bátar (gott að miða við 2-3 stk. á mann)
  • 1 stór dós Dole ananashringir (432 g)
  • 1-2 avókadó
  • 1 mangó
  • ½ rauðlaukur
  • ½ rauð paprika
  • Kál
  • Kóríander
  • Hellmann‘s majónes
  1. Skerið grænmeti og ávexti niður og hitið taco bátana.
  2. Raðið í bátinn ykkar eftir eigin höfði með vel af „pulled beef“ og sprautið majónesi yfir.
taco bátar

Það er svo þægilegt að raða ofan í taco bátana, mæli með að þið prófið ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

ananas á taco

Dole ananas í dós er að mínu mati sá allra besti, alltaf djúsí og góður en ekki harður og bragðdaufur eins og sumar tegundir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun