Pizza fyrir tvo⌑ Samstarf ⌑
pizza með perum

Hér er á ferðinni ekta pizza fyrir rómantískan kvöldverð! Auðvitað má gera þessa pizzu við hvaða tilefni sem er en mér fannst þetta eitthvað svo ekta þannig stemming í henni. Almáttugur hvað perur, brie og karamelluhnetur eru fullkomin blanda og þið hreinlega verðið að prófa þessa snilld!

pizza með hnetum og brie

Pizza fyrir tvo

 • 50 g pekanhnetur
 • 50 g sykur
 • 20 g smjör
 • 1 x gott pizzadeig að eigin vali
 • 5 msk. ricotta ostur
 • 2 litlar perur
 • ¾ brie ostur
 • 4-5 hráskinkusneiðar
 • Filippo Berio balsamik gljái
 • Ferskt timian
 • Ólífuolía
 • Salt, pipar, hvítlauksduft
 1. Byrjið á því að útbúa karamelluhnetur með því að saxa pekanhneturnar niður og bræða  næst sykurinn á pönnu. Setjið smjörið síðan á pönnuna áður en sykurinn fer að brenna, hrærið vel saman, lækkið hitann og blandið pekanhnetunum saman við. Leyfið hnetunum að drekka aðeins í sig karamelluna og hrærið vel. Dreifið síðan úr hnetublöndunni á bökunarpappír og leyfið að storkna á meðan pizzan er undirbúin.
 2. Hitið ofninn í 220°C og mótið pizzu sem fyllir nánast út í eina bökunarplötu.
 3. Smyrjið ricotta osti yfir botninn og skerið perur og brie ost í sneiðar og raðið yfir pizzuna.
 4. Penslið með smá ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
 5. Bakið í 17-20 mínútur eða þar til botninn fer að gyllast vel og pizzan er tilbúin.
 6. Toppið með hráskinku, karamelluhnetum, balsamik gljáa og smá fersku timian.
pizza uppskrift

Þessi balsamik gljái gerir síðan gott betra! Ég sá svipaða hugmynd hjá The Original Dish á Instagram og varð að prófa að gera mína útfærslu af svona dásemd.

rauðvín og pizza

Rauðvín passar einstaklega vel með þessari pizzu!

pizza með brie

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun