Spínat- og ætiþistladýfa⌑ Samstarf ⌑
spínat og ætiþistladýfa

Þegar við vorum í Mexíkó á dögunum pöntuðum við Inga vinkona eitt sinn „spinach and artichoke dip“ og þá hugsaði ég með mér að ég yrði að útbúa slíka til að setja hingað inn. Ætiþistlar er hins vegar ferlega óaðlaðandi nafn en þeir eru virkilega góðir svo þið skulið vera óhrædd við að prófa þessa uppskrift!

spínat ídýfa

Heit rjómaostadýfa svíkur engan!

rjómaosta ídýfa

Spínat- og ætiþistladýfa

 • 300 g Philadelphia rjómaostur
 • 30 g majónes
 • 50 g spínat
 • 280 g ætiþistlar
 • 60 g mozzarella ostur
 • 20 g parmesan ostur
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 msk. sítrónusafi
 • Salt og pipar
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Hrærið saman rjómaosti, majónesi, sítrónusafa og smá salti og pipar.
 3. Saxið spínat og ætiþistla smátt niður og rífið báðar tegundir af osti og hvítlauk.
 4. Blandið öllu saman og setjið í eldfast mót.
 5. Hitið í um 20 mínútur og berið fram með góðu kexi, brauði eða grænmeti.
heit ídýfa

Ég bar ídýfuna fram með Tuc kexi, sellerí og ristuðu baguette kexi.

góð ídýfa

Mmmm…..fullkominn réttur í saumaklúbbinn eða næsta kósýkvöld!

ætiþistlar

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun