Hvítlauksfylltir sveppir með tígrisrækjum⌑ Samstarf ⌑
Sveppir með risarækju

Stundum er gaman að nostra aðeins við smárétti og hér kemur einn sem væri tilvalinn fyrir Bóndadaginn núna á föstudaginn!

Fylltir sveppir

Hvítlauksfylltir sveppir með tígrisrækjum

12-15 stk

 • 1 pk. tígrisrækja frá Sælkerafiski
 • 4 msk. Caj P grillolía með hvítlauk
 • Um 300 g sveppir
 • ½ laukur
 • 4 hvítlauksrif
 • 1 msk. timian (saxað)
 • ½ hvítlauks kryddostur
 • 1 msk. rjómaostur
 • 1 msk. smjör
 • Salt og pipar
 1. Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið vel, leggið í marineringu í Caj P olíunni á meðan annað er undirbúið.
 2. Fjarlægið stöngulinn úr sveppunum og skafið innan úr þeim aðeins betur, saxið allt sem þið takið innan úr + stönglana smátt niður.
 3. Hitið ofninn í 210°C og raðið holuðu sveppunum á bökunarplötu.
 4. Saxið laukinn smátt og steikið upp úr smjöri ásamt því sem kom innan úr sveppunum og bætið hvítlauk og timian saman við í lokin. Steikið þar til allt er orðið mjúkt og kryddið eftir smekk.
 5. Rífið þá kryddostinn og bætið á pönnuna ásamt rjómaostinum, hrærið saman í kássu stutta stund og slökkvið á hellunni.
 6. Fyllið sveppina með blöndunni og komið einni rækju fyrir ofan á, setjið svo inn í ofn í um 10 mínútur eða þar til rækjurnar verða bleikar.
 7. Mæli með að njóta með góðu hvítvíni.
tígrisrækja

Tígrisrækjur eru svo dásamlega góðar! Alltaf þegar ég útbý uppskrift með þeim, skil ég ekki af hverju ég nota þær ekki oftar!

Smáréttir hugmyndir

Mmmmm…..þetta var alveg æðislegt!

hvítvín með smáréttum

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun