Hafragrautur eins og hjá Icelandair⌑ Samstarf ⌑
hafragrautur eins og hjá Icelandair

Það er eitthvað síðan að Icelandair fór að bjóða upp á hafragraut um borð í vélunum sínum sem mér finnst frábær kostur á ferðalögum. Oft fær maður sér að borða í fríhöfninni og langar kannski ekki aftur í heila máltíð en samt eitthvað gott. Ég mæli með að þið prófið að útbúa þessa dásemd heima ef þið eruð ekki á leið í flug eða langar í þess á milli, hihi!

Einfalt, hollt og gott!

hafragrautur með þurrkuðum ávöxtum

Einnig er þetta sniðugt í nesti þar sem setja má öll þurrefnin saman í box og síðan bara hella sjóðandi heitu vatni yfir og leyfa að standa í nokkrar mínútur og bæta kanil/kanilsykri saman við.

hafragrautur uppskrift

Hafragrautur uppskrift

Uppskrift dugar í tvær góðar skálar

 • 100 g Til hamingju tröllahafrar
 • 500 ml vatn
 • ½ tsk. salt
 • Til hamingju þurrkuð epli
 • Til hamingju þurrkuð trönuber
 • Til hamingju graskersfræ
 • Til hamingju sólblómafræ
 • Kanilsykur eða kanill (ef vill)
 • Mjólk (ef vill)
 1. Sjóðið hafra og vatn saman í um 5 mínútur og hrærið vel í allan tímann.
 2. Saxið niður þurrkuð epli á meðan.
 3. Setjið hafragraut í skál og toppið með þurrkuðum ávöxtum og fræjum ásamt kanilsykri og smá mjólk ef þið viljið.
Tröllahafrar í hafragrautinn

Virkilega skemmtileg og góð tilbreyting frá klassíska hafragrautnum. Heima er hægt að stjórna magni af „toppings“ og hafa þetta eins og maður vill.

Hafragrautur uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun