Döðlunammi⌑ Samstarf ⌑
Döðlur í nammi

Ég mátti til með að hoppa á döðlunammiæðið sem ég hef séð skrilljón og þúsund myndbönd af, hahaha! Ég er hins vegar að nota þurrkaðar döðlur og í stað þess að kljúfa þær þá flatti ég þær út. Þetta tókst svoooo vel og nammi, namm hvað þetta er gott! Klárlega sætur biti í hollari kantinum sem vert er að prófa.

hollt nammi

Þetta tekur enga stund og algjör snilld að eiga í ísskápnum!

Mmmm…..

Döðlunammi

Döðlunammi

 • 1 poki Til hamingju döðlur (heilar)
 • Um 4 msk. möndlusmjör
 • 30 g Til hamingju möndlur (saxaðar gróft)
 • 20 g Til hamingju pistasíur (saxaðar gróft)
 • 160 g dökkt súkkulaði (brætt)
 • Til hamingju kókosflögur
 • Gróft salt
 1. Hellið döðlunum á bökunarpappír, raðið þétt saman og leggið annan pappír ofan á. Merjið niður með kökukefli eins og hægt er, þjappið þeim síðan saman eins og þið getið.
 2. Setjið möndlusmjör jafnt yfir döðlurnar og stráið möndlum og pistasíum yfir, setjið í frystinn í nokkrar mínútur á meðan þið bræðið súkkulaðið.
 3. Takið úr frysti og dreifið jafnt úr brædda súkkulaðinu, stráið kókosflögum og smá salti yfir áður en súkkulaðið storknar.
 4. Setjið aftur í frystinn í nokkrar mínútur og skerið síðan niður í bita.
 5. Best er að geyma bitana síðan í kæli eða frysti.
Til hamingju döðlur

Ég elska þessar döðlur einar og sér en þessi samsetning er eitthvað annað, alveg hrikalega gott nammi!

Fljótlegt og hollt

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun