BBQ kjúklingaborgari⌑ Samstarf ⌑
bbq kjúklingaborgari

Ég er alveg komin í grillgírinn og tók því þennan kjúklingaborgara út á grill með steypujárnspönnu og steikti hann þar og grillaði brauðin. Það er líka algjör snilld að losna við steikingarbræluna úr eldhúsinu með þessum hætti!

Kjúklingahamborgari

Mmmm, þetta var algjört dúndur!

heimagerður bbq borgari

BBQ kjúklingaborgari

Uppskrift dugar í 6 stykki

 • 3 kjúklingabringur
 • 6 hamborgarabrauð
 • 50 g brauðrasp
 • 50 g Ritz kex (mulið)
 • 30 g panko rasp
 • 300 ml steikingarolía
 • 1 egg
 • Hveiti (til að velta uppúr)
 • Salt, pipar, hvítlauksduft, paprikuduft
 • Heinz sweet bbq sósa
 • Majónes
 • Salat, rauðlaukur, tómatur, paprika
 • Krullufranskar
 1. Byrjið á því að kljúfa bringurnar í tvennt svo úr verði tveir þynnri hlutar.
 2. Blandið brauðraspi, Ritz kexi og panko raspi saman og kryddið með um 1 tsk. af salti, hvítlauksdufti og papriku og um ½ tsk. af pipar, blandið vel og setjið í grunnan disk.
 3. Veltið nú kjúklingabringunum upp úr hveiti og dustið umfram magn af, veltið næst upp úr pískuðu egginu og leggið svo í brauðrasp á öllum hliðum þar til þær eru vel hjúpaðar.
 4. Hitið olíuna í djúpri pönnu eða í potti (ég hitaði í djúpri steypujárnspönnu úti á grillinu), setjið franskar í ofninn og gerið grænmeti og sósur tilbúnar á meðan olían hitnar.
 5. Steikið síðan kjúklinginn í 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er gullinbrúnn og steiktur í gegn, hitið/grillið líka brauðin.
 6. Raðið saman inn í hamborgarabrauð; majónes, kál, tómatur, rauðlaukur, paprika, kjúklingur, Heinz BBQ sósa og njótið með frönskum.
góð bbq sósa

Heinz Sweet BBQ sósan er mín allra besta uppáhalds sósa!

Kjúklingaborgari

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun