Tacos með hakki og sumarsalsa⌑ Samstarf ⌑
sumaruppskriftir

Tacos með hakki er eitthvað sem slær í gegn á flestum heimilum. Þessi réttur er ofur einfaldur, hollur og góður. Best er að útbúa sumarsalsa fyrst og geyma í kæli á meðan annað er undirbúið.

Tostadas með hakki

Tacos með hakki og sumarsalsa

Fyrir 4-5 manns

 • Um 500 g nautahakk
 • 1poki tacokrydd
 • 12-15 harðar tostadas skeljar/taco skeljar
 • Rifinn cheddarostur frá Gott í matinn
 • Sýrður rjómi frá Gott í matinn
 • Sumarsalsa (sjá uppskrift hér að neðan)
 • Kóríander
 • Ólífuolía
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Steikið hakkið upp úr ólífuolíu og kryddið með taco kryddi.
 3. Hitið skeljarnar og raðið saman á skeljarnar: cheddar ostur, hakk, sumarsalsa, sýrður rjómi og kóríander.

Sumarsalsa uppskrift

 • 2 lítil mangó (þroskuð)
 • 2 lítil avókadó (í poka)
 • Nokkur jarðarber
 • ½ rauðlaukur
 • ½ lime (safinn)
 • 2 msk. saxað kóríander
 • Salt og pipar
 1. Skerið mangó, avókadó og jarðarber í litla bita.
 2. Saxið rauðlaukinn smátt.
 3. Blandið öllu saman í skál og kreistið lime yfir.
 4. Smakkið til með salti og pipar.
sýrður rjómi á tacos

Að mínu mati er sýrður rjómi algjörlega ómissandi á Tacos!

Taco með hakki

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun