Krönsí kartöflusalat og grillmatur⌑ Samstarf ⌑

Þetta „viral“ kartöflusalat hefur elt mig uppi og loks lét ég til leiðast að prófa útfærslu af slíku! Þetta var virkilega skemmtileg og góð tilbreyting frá því klassíska og sannarlega hægt að leika sér með útfærslur. Grillkjöt, pylsur, kartöflusalat og annað gúrm er einföld og dásamleg grillmáltíð!

Kartöflurnar eru krönsí og góðar og grísk jógúrt gefur salatinu ferskleika. Ef þið eigið ykkar uppáhalds kartöflusalat þá má líka bara skipta út soðnu kartöflunum fyrir krönsí kartöflur til að prófa!

Krönsí kartöflusalat og grillmatur

Fyrir um 6 manns

Krönsí kartöflusalat – uppskrift

 • 1 kg litlar kartöflur
 • 160 g grísk jógúrt
 • 80 g sýrður rjómi
 • 80 g majónes
 • ½ sítróna (safinn)
 • 2 tsk. dijon sinnep
 • 3 hvítlauksgeirar
 • ½ agúrka
 • ½ rauðlaukur
 • Ólífuolía
 • Salt, pipar, hvítlauksduft
 1. Sjóðið kartöflurnar og leyfið þeim síðan alveg að þorna.
 2. Hitið ofninn í 210°C.
 3. Penslið ofnskúffu með matarolíu og hellið kartöflunum í skúffuna.
 4. Kremjið þær niður með kartöflustappara/gaffli.
 5. Penslið þær með ólífuolíu á efri hliðinni líka og kryddið vel með salti, pipar og hvítlauksdufti.
 6. Bakið í ofninum í 45-60 mínútur eða þar til þær verða mjög stökkar.
 7. Á meðan kartöflurnar eru í ofninum má píska saman gríska jógúrt, sýrðan rjóma, majónes, sítrónusafa, dijon sinnep og rifin hvítlauksrif. Smakka síðan til með kryddum.
 8. Skerið fræin úr agúrkunni og saxið hana næst smátt niður ásamt rauðlauknum og bætið í jógúrtblönduna. Geymið í kæli þar til kartöflurnar eru tilbúnar.
 9. Leyfið kartöflunum að kólna í um 5 mínútur áður en þið blandið þeim saman við jógúrtblönduna. Ef þær eru stórar má skera þær aðeins niður fyrst.
 10. Njótið með grilluðum svínakótilettum og öðru góða meðlæti (sjá hér að neðan).

Svínakótilettur og annað meðlæti

 • 2 pakkar hunangsmarineraðar svínakótilettur frá Ali
 • 1 pakki Cheddar-Jalapeno pylsur frá Ali
 • 1 pakki beikonpylsur frá Ali
 • 1 pakki beikon frá Ali
 • Ferskur aspas
 • Maísstönglar
 1. Beikonvefjið aspasinn og bakið í ofni/á grillinu þar til beikonið verður stökkt.
 2. Grillið svínakótilettur og pylsur og sjóðið maísinn.
 3. Berið fram með krönsí kartöflusalati.

Á sumrin elska ég að setja alls konar grillmeti saman á bakka og bera fram með einhverju einföldu líkt og kartöflusalati!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun