Pik Nik hugmyndir⌑ Samstarf ⌑
heitur réttur uppskrift

Það þekkja flestir Pik Nik kartöflusnakkið góða sem hefur fylgt okkur lengi! Það má sannarlega nota það í ýmislegt ljúffengt, annað en að bera það fram með grilluðum hamborgurum eins og margir gera! Hér fyrir neðan koma nokkrar hugmyndir þar sem það er notað í heitan rétt, túnfisksalat, súkkulaðibita og á pylsur.

túnfisksalat

Heitur brauðréttur með Pik Nik

 • 6 sneiðar fransbrauð
 • 200 g sveppir
 • 1/3 blaðlaukur
 • 1 hvítlauksostur
 • ½ piparostur
 • 350 ml rjómi
 • 200 g skinka
 • 70 g pepperoni
 • Rifinn ostur
 • 80 g Pik Nik kartöflusnakk
 • Smjör/olía til steikingar
 • Salt, pipar, hvítlauksduft
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og rífið brauðið niður í eldfast mót.
 3. Skerið sveppi og blaðlauk niður, steikið upp úr smjöri/olíu og kryddið eftir smekk.
 4. Rífið ostana yfir og hellið rjómanum saman við, hrærið þar til osturinn er bráðinn.
 5. Skerið skinku og pepperoni niður og bætið á pönnuna, hrærið öllu saman og hellið síðan yfir brauðið.
 6. Rífið ost yfir og hitið í um 20 mínútur í ofninum, setjið þá Pik Nik ofan á og hitið áfram í um 5 mínútur.
Góður heitur réttur uppskrift

Súkkulaði Pik Nik bitar

 • 100 g sýróp
 • 170 g suðusúkkulaði
 • 20 g smjör
 • 100 g Pik Nik
 • 1 lúka saxaðar jarðhnetur
 1. Setjið sýróp, súkkulaði og smjör í pott, hitið þar til allt er bráðið saman.
 2. Bætið þá Pik Nik saman við og hjúpið vel með súkkulaðiblöndunni.
 3. Setjið kúfaða matskeið á bökunarpappír, blandan gefur 10-12 stykki.
 4. Stráið hnetunum yfir áður en súkkulaðið storknar.
 5. Kælið í um 15 mínútur áður en þið njótið.
Súkkulaðibitar sem ekki þarf að baka

Pylsa með Pik Nik

 • Pylsur + pylsubrauð
 • Steikur laukur
 • Tómatsósa
 • Súrar gúrkur
 • Franskt sinnep
 • Pik Nik
 1. Sjóðið eða grillið pylsurnar og hitið brauðin.
 2. Setjið álegg á eftir óskum og smá Pik Nik bæði undir og yfir.
 3. Njótið samstundis.
pylsa með pik nik

Túnfisksalat með Pik Nik

 • 4 harðsoðin egg
 • 1 dós túnfiskur (í vatni, 185 g)
 • 150 g majónes
 • ½ rauð paprika
 • ½ rauðlaukur
 • 50 g Pik Nik + meira til skrauts
 • Aromat eftir smekk
 1. Saxið niður papriku og lauk og setjið í skál.
 2. Skerið niður eggin og bætið þeim ásamt majónesi saman við og blandið öllu saman.
 3. Kryddið eftir smekk og í lokin má setja 50 g af Pik Nik saman við og blanda saman, setja síðan í skál og toppa með meira Pik Nik.
Túnfisksalat uppskrift

Þetta var allt svo gott og nú mæli ég með að þið prófið ykkur áfram með Pik Nik í uppskriftum!

Pik nik kartöflusnakk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun