„Kaffi Flirt“Kaffidrykkur

Ég elska „Kaffi Flirt“ drykkinn hennar Tobbu á Lemon! Áður var hún með hann á Granólabarnum og ég gerði mér sér ferð út á Granda til þess að nálgast þennan undursamlega drykk. Nú fæst hann hins vegar á öllum Lemon stöðum og þið hreinilega verðið að smakka hann!

Kaffisjeik

Ég fékk hjá þeim uppskriftina og hér er hún komin fyrir ykkur sem viljið prófa að gera hann heima fyrir, þó svo auðvitað sé ansi næs að grípa hann með sér tilbúinn á ferðinni!

Kaffi Flirt

2 glös

 • 4 frosnir bananar (um 400 g)
 • 2 msk. hnetusmjör
 • 6 döðlur
 • 400 ml heslihnetumjólk
 • 2 x expressó kaffi
 • Klakar ef þess er óskað
 • Döðlusýróp (inn í glasið)
 1. Allt sett saman í blandarann fyrir utan döðlusýrópið og blandað vel.
 2. Hellið smá döðlusýrópi inn í glösin og síðan drykknum.
Boozt með kaffi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun