Smørrebrød með steiktum fiski, rækjum, laxi og remúlaði⌑ Samstarf ⌑
Einfalt Smørrebrød eða smurbrauð

Ég ákvað að prófa að útbúa smurbrauð svipað og hægt er að fá á Jómfrúnni og setja tilbúinn steiktan fisk á brauðsneiðina í stað rauðsprettu. Þetta kom virkilega vel út og allir sem smökkuðu voru á einu máli um það!

Það er auðvelt að undirbúa allt annað á meðan fiskurinn er í ofninum og þá er ekkert eftir nema að raða þessu fallega saman.

smurbrauð með steiktum fiski

Mmm….

Smørrebrød

Smørrebrød með steiktum fiski, rækjum, laxi og remúlaði

4 stykki

 • 4 x einingar af fiski frá Grími kokk
 • 4 rúgbrauðssneiðar
 • Remúlaði
 • 4 sneiðar reyktur lax
 • 12 rækjur
 • 4 sítrónusneiðar
 • Salatblöð
 • Hvítur niðursoðinn aspas
 • Kavíar (svartur)
 • Dill
 • Smjör
 1. Hitið ofninn í 185°C.
 2. Setjið fiskinn í ofninn í um 25 mínútur og undirbúið annað á meðan.
 3. Smyrjið rúgbrauð með smjöri og leggið salatblað yfir.
 4. Næst fer fiskurinn ofan á sneiðina og síðan toppið þið með remúlaði, laxarós, kavíar, rækjum, sítrónusneið, smá aspas og dilli.
steiktur fiskur á smurbrauðið

Steikti fiskurinn frá Grími kokk er frábær lausn til að einfalda eldamennskuna, hvort sem þið ætlið að skella í lúxus smurbrauð eða sjóða kartöflur með!

Smørrebrød útbúið heima

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun