Smørrebrød að hætti Finnsasmörrebrauð

Vinir okkar voru í mat um daginn og við buðum upp á grillaða nautalund og meðlæti. Ég kaupi alltaf aðeins ríflega af lund því mér finnst gott að útbúa eitthvað úr afgangnum næsta dag. Oftar en ekki verða asískar núðlur fyrir valinu og Hemmi elskar líka roastbeef brauðsneiðar. Finnur vinur okkar sagðist hins vegar útbúa smørrebrød með þessum hætti og ég hreinlega varð að prófa!

smurbrauð

Smørrebrød að hætti Finnsa

4 stykki

 • 4 x maltbrauðssneið
 • Remúlaði
 • Steikur laukur
 • Súrar gúrkur
 • Nautakjöt (þunnt skorið)/Roastbeef
 • Kapers
 • 4 x spælt egg
 • Kirsuberja tómatar
 • Salt og pipar
 1. Smyrjið remúlaði á brauðsneiðina.
 2. Setjið steiktan lauk og súrar gúrkur eftir smekk.
 3. Næst fer þunnt skorið nautakjöt á brauðsneiðina, magn eftir smekk.
 4. Skerið tómata niður og setjið ýmist á samlokuna sjálfa eða berið fram til hliðar.
 5. Toppið með kapers, spældu eggi og saltið og piprið.
roastbeef brauðsneið

Útkoman var frábær og nú er klárlega búið að taka roastbeef sneiðina á næsta stig!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun